Goðasteinn - 01.06.1977, Qupperneq 50
m.ikil breyting að hverfa á nokkrum klukkutímum frá svala Islands
inn í miðsumar Washington borgar. Ég hrósaði því happi yfir sólar-
lausri morgunstund með helliskúrum annað veifið, með þeim mun
skúranna að heiman að regnið var hlýtt. Dagana, sem við dvöldum
í Washington, komst hitinn allt upp í 35° C og loftið áberandi rakt.
Við þær aðstæður er auðvelt að verða þreyttur, jafnvel slappur, en
þó held ég að við, íslensku gestirnir, höfum ekki staðið okkur verr
en gestir suðrænni landa.
Georgstown háskólinn, sem við dvöldum í, er elsti katólski há-
skólinn í Bandaríkjunum, með sögu frá 1789, stofnaður það ár af
John Carroll. 1 dag eru þar við nám yfir 10 þúsund stúdentar. Há-
skólabyggingarnar eru margar og stórar og bera flestar fornan svip,
þótt ekki séu gamlar. Minna þær margar á gotneskar hallir Evrópu,
rismiklar og fagrar, hlaðnar úr höggnum steinum. Elst er Old North,
mikil bygging, byggð úr rauðum múrsteini 1794- Háskólabókasafnið
er mjög nýtískuleg og fögur bygging og ber í svip sínum form op-
innar, margblaða bókar.
„Matur er mannsins megin“. Gestir Smithsonian borðuðu í matsal
stúdentagarðsins og áttu stuttan spöl að ganga milli húsa. Gátu
mörg hundruð manns setið þar að borðum í einu og afgreiðsla í eld-
lnisi gekk mjög greitt. Var þar hægt að velja um rétti og maturinn
var í einu orði sagt mikill og góður. Ekki er fjarstætt að segja að í
matsalnum gæfi að líta allar þjóðir og kynkvíslir jarðarinnar og
margir voru þar búnir litskrúðugum þjóðbúningum, ekki síst svert-
ingjar frá Afríku, en með okkur voru þarna m. a. fulltrúar frá Gana,
geðþekkt og fallegt fólk. Yfir öllu var blær félags og samheldni.
Fulltrúar Færeyinga mættu í Harbin Hall að morgni mánudags-
úis. Fengu þeir samliggjandi herbergi við okkur og herbergisféiagi
minn varð Bárður Jákubsen safnvörður og kennari í Þórshöfn. Aðrir
fulltrúar Færeyinga voru Högni Mohr hafnarstjóri í Þórshöfn og
kona hans Anna Bertha, Niklas Niklasen frá Koltri, bátasmiður í
Þórshöfn, og kona hans Elisabeth. Urðum við öll fljótt eins og ein
fjölskylda og get ég ekki búist við að fyrirhitta nokkurn tíma geð-
þekkara fólk en þessa frændur okkar frá Færeyjum.
Fyrir hádegi var haldinn fundur með okkur öllum norrænu full-
trúunum, þar sem stjórnendur og sérfræðingar Smithsonian ávörp-
48
Goðasteinn