Goðasteinn - 01.06.1977, Side 51

Goðasteinn - 01.06.1977, Side 51
uðu okkur, buðu okkur velkomna og skýrðu fyrir okkur skipulag og þýðingu þeirrar hátíðar, sem við áttum að starfa við næstu daga. Þarna töluðu t. d. Alan Lomax, sem stóð að stofnun þjóðlagasafns Þingbókasafnsins í Washington og starfar nú við Columbia háskól- ann, þekktur þjóðlagasafnari í Ameríku og Evrópu, frú Bess Lomax Hawes, en í þjóðháttafræði hefur hún m. a. safnað og staðið að út- gáfu á heimildum varðandi menningararf svertingja í Bandaríkj- unum. Gordon Tracic hef ég áður getið um. Hann stofnaði þjóð- dansafélagið Scandia í Seattle 1949 og átti hvað mestan þáttinn í að beina för norrænu þjóðháttahópanna vestur til Seattle. Síðast en ekki síst vil ég nefna frú Shirley Cherkaskv, en hún hafði yfirumsjón með skipulagningu og framkvæmd allrar dagskrár hátíðarinnar og vann starf sitt af mikilli prýði og einstakri velvild í garð þátttakenda. Stjórncndurnir skýrðu tilganginn með þjóðháttahátíðum Smith- sonian safnsins. Hátíðin 1976 var hin 10. í röðinni og sérstaklega til hennar vandað á hátíðarári. Auk skemmtunar og almenns fróð- leiks, sem þessar hátíðir láta í té, þá hafa þær mikið gildi fyrir varð- veislu og útbreiðslu þjóðhátta og þjóðlegrar menningar. Eftir hádegið var ekið á safnsvæðið, sem var að kalla í hjarta borgarinnar í miklum almenningsgarði á bakka Potomac fljótsins. Rétt steinsnar í burtu er marmarahöllin, scm reist var t.il minningar um Abraham Lincoln, og nokkru fjær ber minnismerki Washingtons við himinn. Skammt var einnig að ganga um eina af brúm Potomac fljótsins í Arlington kirkjugarðinn. Okuleiðin frá Georgstown há- skólanum var í senn fróðleg og fögur, þar sem farið var um gömul og ný borgarhverfi. Margar gömlu göturnar eru undrafagrar, fjöl- mörg íbúðarhús 19. aldar standa óbreytt, einatt listaverk að ytra formi og skrúðgræn tré og blómstrandi runnar og blómabeð gleðja hvarvetna augað. Ekið var einnig hjá víðþekktum byggingum, en í svipinn er líklega engin þeirra frægari en Watergate. Hátíðin sjálf fór fram á bersvæði og í tjaldbúðum. Norðurlanda- þjóðirnar voru þar í sínu hverfi. Skammt í burtu voru svo fulltrúar Ghana og Jamaica og nokkru fjær voru þjóðháttadeildir heima- manna. f sérstakri tjaldbúð var afgreiddur matur til þátttakenda og að öllu öðru vel fyrir þeim séð. Fyrsti dagurinn var fremur rólegur. Um kvöldið bættist nýr vinur Goðasteinn 49
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.