Goðasteinn - 01.06.1977, Síða 58

Goðasteinn - 01.06.1977, Síða 58
og flestir, sem þar hvíla undir, féllu í valinn á unga aldri fyrir land og þjóð, í vitfirrtum heimi. Á vegi mínum varð ungur maður, sem ég réðst í að spyrja til vegar. Hann var langt að kominn eins og ég, háskólastúdent allar götur sunnan frá Uruguay, en götuna þekkti hann og grafirnar fann ég. Þær láta ekki mikið yfir sér enda allir jafnir fyrir dauðanum. Ég hvarf brátt til baka og kom á hátíðarsvæðið rétt í þann mund, sem byrjaði að slá fölskva á Jóns- messubálið og fiðlutónarnir voru að deyja út. Nú leið að lokum veru okkar í Washington. Gestafjöldi var alltaf h.inn sami. Þorsteinn Ingólfsson kom með fjölskyidu sinni að sjá atferli okkar og óska okkur fararheilla. Hans G. Andersen scndi- herra og frú hans létu það einnig vera eitt fyrsta verk sitt eftir komuna til Washington að heilsa ferðafólkinu frá Islandi. Ekki get ég skilist svo við Washington að ég minnist ekki á fólkið, sem á vegi okkar varð. Skoðanir okkar hér heima á hinum almenna ameríska borgara virðast oft litaðar af áhrifum frétta um afbrot í einhverri mynd og af áhrifum glæpamynda, sem haldið er að fólki í kvikmyndahúsum og sjónvarpi. Kynnin af venjulegu fólki þar vestra eru ákaflega ólík þeirri ranghverfu mannlífs, sem fjölmiðlar hampa hæst nú í dag. Aldrei hef ég kynnst betra fólki upp til hópa en á vegi mínum varð þar vestra. Áberandi þættir í fari þess eru alúð, góðvild, greiðvikni og fýsi tii fróðleiks. Fólk þar vestra er mun frjálslega í framkomu gagnvart ókunnugum en maður á að venjast hér að heiman, þar sem samlíkingin um að vera eins og stunginn upp í hrútshorn virðist geta átt við marga. Hver, sem er, getur ávarpað þig að fyrra bragði og fyrr en varir er eins og þú sért að tala við gamlan vin. Menn eru örlátir á góðar óskir: „Have a nice day, Have a good day“ er venjulegt kveðjuávarp hjá flestum, sem maður hefur eitthvað saman við að sælda. Við hittum mikinn fjölda hvítra manna og svartra í Washington og mættum sömu alúð og vinsemd hjá öllum. „Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt", sagði Einar Benediktsson- Mánudaginn 28. júní fengum við með góðra manna tilstilli skoð- unarferð um borgina. Ung kona ók okkur Islendingunum og Bárði Jákubsen í bíl sínum um þekkta staði. Við námum sem snöggvast staðar við grafir Kennedy bræðra. Eldur logar nótt og dag á gröf 56 Goðasteinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.