Goðasteinn - 01.06.1977, Page 61
Halda þau heimili í hárri elli í Seattle og gefa ellinni enn lítið færi
á sér. Jón var á 90. aldursári, fæddur að Flóðatanga í Stafsholts-
tungum og fluttist ungur maður vestur til Ameríku. Guðrún átti sér
ættarnafnið Líndal, áður en hún giftist, og var afi hennar hinn kunni
bóndi Hans á Þóreyjarnúpi í Miðfirði. Bróðir hennar var hinn kunni
Vestur-íslendingur Valter Líndal dómari.
Ray Olason, sem starfað hefur við Boeing verksmiðjurnar í 35
ár, er sonur Guttorms Olasonar frá Útnyrðingsstöðum á Völlum og
því náfrændi Þorsteinn M. Jónssonar skólastjóra og bókaútgefanda.
Móðir hans, Jónasína, var miðji Jóns Samsonarsonar alþing.ismanns
í Keldudal í Skagafirði.
Doris og Tani eru börn Halldórs Jónssonar, Björnssonar, frá Mar-
teinstungu í Holtum. Halldór var fæddur 1862 og fluttist 22 ára
til Ameríku. Hann bjó í Norður-Dakota og var þar þekktur og virt-
ur maður, lengi organisti í einum fyrsta íslenska söfnuðinum vestan
hafs. Kona hans, Jakobína Jónsdóttir, Dínusson, var ættuð úr Þing-
eyjarsýslu.
För okkar vestur til Seattle var ráðin í samvinnu Smithsonian
stofnunarinnar og Scandinavisku félaganna í Seattle. Lögðu félögin
fram drjúga fjárupphæð til að fá norrænu hópana vestur að hafi.
Jafnframt tóku þau að sér að vista þátttakendur á einkaheimilum-
Félag fólks af íslenskum ættum, The Icelandic Club, var því í raun
réttri forsjá okkar íslensku gestanna og því skyldum við vinna til
mestra muna meðan á dvöl olckar stóð.
Flugvöllurinn, sem við lentum á, er sameiginlegur fyrir borgirnar
Tacoma og Seattle. Fannst mér drjúgur spölurinn að aka frá hon-
um og inn til heimilis Ray og Doris í borginni og var þó greitt
ekið. Á leiðinni sér til Boeing verksmiðjanna, vinnustaðar Ray.
Tjáði hann mér að um tveir tímar færu í það hjá sér daglega að aka
til og frá vinnu og er slíkt ekki fátítt um íbúa stórborganna. Tani
Bjornson vinnur einnig hjá Boeing verksmiðjunum, enda eru þær
mikill vinnuveitandi í Seattle.
Ray og Doris búa í vistlegu einbýlishúsi í norðurhluta Seattle.
Engin ofrausn þætti sú íbúð þó á íslandi. Gengið er inn í vistlega
setustofuna úr útidyrum, því anddyri er þar ekkert. Lítil borðstofa,
tengd stofu, liggur að eldhúsi. Auk þess eru á hæðinni tvö svefn-
Goðasteinn
59