Goðasteinn - 01.06.1977, Page 62

Goðasteinn - 01.06.1977, Page 62
herbergi og baðherbergi. Setustofa með sjónvarpi er í kjallara. Góð- ur bílskúr var á lóðinni utan við húsið. Lóðin var vel girt og vel hirt, með grasflötum, hávöxnum trjám, blómarunnum og mörgum tegundum blóma. Nær fullþroskuð kirsuber voru á k.irsuberjatrénu og gúrkur og tómatar döfnuðu undir berum himni undir húsveggj- um. Þarna leið mér eins og í góðum foreldrahúsum. Hjónin voru ein í heimili, heimasætan gift burtu, og rúmið hennar varð hvíldar- staður m.inn. Ég ætti líklega að geta um heimilisrakkann, stóra svarta tík af Labrador kyni, sem strax varð mikill vinur minn. Varðhundar eru víða í húsum. Á spjaldi við næsta hús stóð letrað stórum stöfum: „Beware the dog“, en það var víst bara blekking tii að halda varhugaverðu fólki frá dyrum. Ibúðarhús í Seattle eru að áberandi hluta einbýlishús byggð úr timbri- Mikill snyrtibragur er á borginni, hvar sem um hana er farið. Hraðbraut liggur um hana þvera og mikil brú yfir Washington vatnið greiðir mjög fyrir umferð. Hvað veður snerti var það líkt og að koma í annan betri heim að koma til Seattle. Okkur heilsaði veður, sem var eins og besta sum- arveður heima. Hafið temprar hitann þarna sumar og vetur, svo aldrei er of kalt eða of heitt. Suma dagana, sem við dvöldum í Seattle, var fremur svalt veður og oft nokkur rigning. Beri útaf á þann veg um sumartíma skilst mér að fólkið segi við gesti sína að nú sé „unusual weather". Ég frétti með haustdögum að veðrið í Seattle í ágúst í sumar hefði verið ,,a unusual weather" með svala og regni í meira lagi. Fyrsta dag okkar í Seattle ók Doris okkur Islendingunum niður að höfninni þar sem við heilsuðum upp á samlanda okkar, Leif Eiríksson, en stytta hans heilsar þar mörgum, sem koma af hafi. Doris sýndi okkur einnig skipastigann, sem tengir Washington vatn- ið við höfnina. Ég kom þá einnig við á heimili Jóns og Guðrúnar Magnússon. Jón vann þá af fullri elju við trésmíði niðri í kjallara og kona hans s.innti heimilisstörfum. Menning Islands lifir góðu lífi á heimili þeirra, m. a. gefur þar að líta gamalt glitofið söðul- áklæði, ættargrip Jóns. Ég kom einnig við hjá Helgu systur Emmu Scheving og réðu þar gleði og gestrisni húsum. Um kvöldið mættum við á fundi hjá norrænu félögunum, þar sem m. a. var ráðgast um norræna sýningu félaganna í Seattle 60 Goðasteinn
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.