Goðasteinn - 01.06.1977, Síða 62
herbergi og baðherbergi. Setustofa með sjónvarpi er í kjallara. Góð-
ur bílskúr var á lóðinni utan við húsið. Lóðin var vel girt og vel
hirt, með grasflötum, hávöxnum trjám, blómarunnum og mörgum
tegundum blóma. Nær fullþroskuð kirsuber voru á k.irsuberjatrénu
og gúrkur og tómatar döfnuðu undir berum himni undir húsveggj-
um. Þarna leið mér eins og í góðum foreldrahúsum. Hjónin voru
ein í heimili, heimasætan gift burtu, og rúmið hennar varð hvíldar-
staður m.inn. Ég ætti líklega að geta um heimilisrakkann, stóra
svarta tík af Labrador kyni, sem strax varð mikill vinur minn.
Varðhundar eru víða í húsum. Á spjaldi við næsta hús stóð letrað
stórum stöfum: „Beware the dog“, en það var víst bara blekking tii
að halda varhugaverðu fólki frá dyrum. Ibúðarhús í Seattle eru að
áberandi hluta einbýlishús byggð úr timbri- Mikill snyrtibragur er á
borginni, hvar sem um hana er farið. Hraðbraut liggur um hana
þvera og mikil brú yfir Washington vatnið greiðir mjög fyrir umferð.
Hvað veður snerti var það líkt og að koma í annan betri heim að
koma til Seattle. Okkur heilsaði veður, sem var eins og besta sum-
arveður heima. Hafið temprar hitann þarna sumar og vetur, svo
aldrei er of kalt eða of heitt. Suma dagana, sem við dvöldum í
Seattle, var fremur svalt veður og oft nokkur rigning. Beri útaf á
þann veg um sumartíma skilst mér að fólkið segi við gesti sína að
nú sé „unusual weather". Ég frétti með haustdögum að veðrið í
Seattle í ágúst í sumar hefði verið ,,a unusual weather" með svala
og regni í meira lagi.
Fyrsta dag okkar í Seattle ók Doris okkur Islendingunum niður
að höfninni þar sem við heilsuðum upp á samlanda okkar, Leif
Eiríksson, en stytta hans heilsar þar mörgum, sem koma af hafi.
Doris sýndi okkur einnig skipastigann, sem tengir Washington vatn-
ið við höfnina. Ég kom þá einnig við á heimili Jóns og Guðrúnar
Magnússon. Jón vann þá af fullri elju við trésmíði niðri í kjallara
og kona hans s.innti heimilisstörfum. Menning Islands lifir góðu
lífi á heimili þeirra, m. a. gefur þar að líta gamalt glitofið söðul-
áklæði, ættargrip Jóns. Ég kom einnig við hjá Helgu systur Emmu
Scheving og réðu þar gleði og gestrisni húsum.
Um kvöldið mættum við á fundi hjá norrænu félögunum, þar
sem m. a. var ráðgast um norræna sýningu félaganna í Seattle
60
Goðasteinn