Goðasteinn - 01.06.1977, Síða 66

Goðasteinn - 01.06.1977, Síða 66
og ók mér til heimilis síns í Bellevue í útborg Seattle. Þar var mér vel fagnað af húsfreyjunni, og fjögra ára syni þeirra hjóna, og við bættist enn ein óvænt gleði. Hún Gógó frænka mín frá Varmahlíð hafði beðið mig fyrir hvern mun að reyna að hitta vinkonu sína Öglu Jacobscn, sem um 30 ár hefur búið vestur í Seattle, og flytja henni kveðju sína. Hver haldið þið svo að hafi komið í setustofuna til móts við gestinn önnur en Agla Jacobsen og með henni systir hennar, Tove, móðir Roy Walters, en hún hafði þá verið búsett í Bandaríkjunum í 45 ár og átti nú heima í Oregon. Þær systur eru dætur Egils Jacobsen kaupmanns í Reykjavík og fyrri konu hans, Sigríðar, dóttur Einars og Margrétar Zoega. Tove hafði fá tækifæri til að tala íslensku öll árin vestra en átti enn undra- góð tök á málinu. Roy sonur hennar hefur tvisvar komið til íslands. Hann hefur í frístundum sínum numið íslensku við Washington háskólann og les og skilur hana mætavel. Kona hans er af írsku bergi brotin. Hafði ég þá ánægju að hitta móður hennar, indæla konu á efra aldri. Kathy hefur einu sinni komið til Islands. Stór garður var við hús þeirra hjóna. Var þar allur gróður í blóma og greinarnar á eplatrjánum að byrja að svigna undan þunganum. Plómurnar voru einnig á góðri leið til að þroskast og ýmis annar jarðargróði lofaði góðri uppskeru. Þrjár hænur klökuðu í girðingu sinni í garðinum og þar sá ég í fyrsta sinn reglulega brún hænuegg. ísland á hlut sinn inni á heimilinu. Uppi á vegg þar hékk útsaums- mynd Öglu Jacobsen eftir fyrirmynd í Þjóðminjasafninu, íslenskar bækur voru í bókaskáp húsbóndans og íslenskur söngur hljómaði frá plctuspilaranum. Músik á heima í húsinu og píanó og harmoníum stóðu þar saman í góðu samfélagi. í viðbyggingu íbúðarhússins sá ég stórt Íslandslíkan- Hafði Roy nóg að gera við að færa það í lag fyrir íslensku sýninguna í Seattle Center. Daginn eftir, þjóðhátíðardag Bandaríkjanna 4. júlí, óku Roy og Kathy mér til Marymoor Park, þar sem við íslensku félagarnir unnum frá kl. 1 til kl. 6 í dásamlegu veðri. Var þá fjölmenni mikið í garðinum og margt fróðlegt að sjá og skoða. Þarna voru sýnd ótrúlega fjölbreytt vinnubrögð gamalla handiðna. Kona af norskum ættum spann á skotrokk og fjórar dætur hennar voru með rokka í 64 Goðasteinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.