Goðasteinn - 01.06.1977, Page 68

Goðasteinn - 01.06.1977, Page 68
saum á faldi. Honum fylgdi mjög fagurt gyllt sprotabelti og koffur í stíl við það. Búninginn ætlaði Tove að lána á íslensku sýninguna í Seattle Center. Heiman frá Öglu var haldið til hinnar gömlu slökkvistöðvar í útborg Seattle, Ballard. Þar vann vinur okkar, Niklas frá Koltri, að því að smíða færeyskan fiskibát af þeirri íþrótt, sem honum var lagin- Var verkið vel á veg komið á fáum dögum. Honum til að- stoðar, þegar okkur bar þarna að garði, var Högni Mohr. Báturinn var fullsmíðaður er Niklas hélt á veg heim, einstaklega fagur grip- ur og verður á komandi tíma hluti af norrænu safni í Seattlc. Harald Johnson gekk með mér um slökkvistöðina gömlu, sem byggð var í byrjun aldarinnar. Húsið er byggt úr rauðum múrsteini og er þrjár hæðir. Mikið fé mun þurfa til þess að færa það í gott horf fyrir safnhús. Gert er ráð fyrir að veitingasalur verði á efstu hæðinni. Væntanlega mun hvert Norðurlandanna verða þarna með sína safndeild. Líklegt má telja að landnemunum og menningu þeirra verði gert þarna hátt undir höfði en víst gætu heimalöndin átt góðan þátt í að menningin, sem landnemarnir fluttu frá, fái góða kynn.ingu í norrænu safni í Seattle. Ég náttaði mig að nýju á heimili Ray og Doris og næsta dag hófumst við Kristinn Gíslason handa um að sjá hlut okkar borgið á íslensku sýningardeildinni í Seattle Center. Baðstofusviðið var komið austan frá Washington, en ýmistlegt var til tafa og ekki höfð- um við lokið við verk okkar fyrr en kl. 4. Sýnningardeildin íslenska var þá komin í gott horf, enda höfðu konurnar í The Icelandic Club og hjálparmenn þeirra unnið sleitulaust að því, samhliða okkur, að setja sýninguna upp. Roy Walters kom Íslandslíkaninu stóra fyrir á borði framantii í sýningarsalnum en út frá því á gólfi var komið fyrir fjölbreyttri sýningu á íslenskum munum, silfurgripum, keramik, hannyrðum, málverkum o. fl. Settir voru upp tveir fagrir skautbún- ingar. Hef ég getið um annan áður en hinn var í ætt Steinunnar Arinbjarnardóttur frá Tjarnarkoti í Njarðvíkum, konu Sæmundar Sigurðssonar frá Barkarstöðum í Fljótshlíð, og var saumurinn verk hennar. Baðstofusvið okkar þremenninganna var fyrir gafli og að öllu svo um búið og unnið og í Washington. Út við dyr var Elín 66 Goðasteinn
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.