Goðasteinn - 01.06.1977, Síða 68
saum á faldi. Honum fylgdi mjög fagurt gyllt sprotabelti og koffur
í stíl við það. Búninginn ætlaði Tove að lána á íslensku sýninguna
í Seattle Center.
Heiman frá Öglu var haldið til hinnar gömlu slökkvistöðvar í
útborg Seattle, Ballard. Þar vann vinur okkar, Niklas frá Koltri,
að því að smíða færeyskan fiskibát af þeirri íþrótt, sem honum var
lagin- Var verkið vel á veg komið á fáum dögum. Honum til að-
stoðar, þegar okkur bar þarna að garði, var Högni Mohr. Báturinn
var fullsmíðaður er Niklas hélt á veg heim, einstaklega fagur grip-
ur og verður á komandi tíma hluti af norrænu safni í Seattlc.
Harald Johnson gekk með mér um slökkvistöðina gömlu, sem
byggð var í byrjun aldarinnar. Húsið er byggt úr rauðum múrsteini
og er þrjár hæðir. Mikið fé mun þurfa til þess að færa það í gott
horf fyrir safnhús. Gert er ráð fyrir að veitingasalur verði á efstu
hæðinni. Væntanlega mun hvert Norðurlandanna verða þarna með
sína safndeild. Líklegt má telja að landnemunum og menningu
þeirra verði gert þarna hátt undir höfði en víst gætu heimalöndin
átt góðan þátt í að menningin, sem landnemarnir fluttu frá, fái góða
kynn.ingu í norrænu safni í Seattle.
Ég náttaði mig að nýju á heimili Ray og Doris og næsta dag
hófumst við Kristinn Gíslason handa um að sjá hlut okkar borgið
á íslensku sýningardeildinni í Seattle Center. Baðstofusviðið var
komið austan frá Washington, en ýmistlegt var til tafa og ekki höfð-
um við lokið við verk okkar fyrr en kl. 4. Sýnningardeildin íslenska
var þá komin í gott horf, enda höfðu konurnar í The Icelandic Club
og hjálparmenn þeirra unnið sleitulaust að því, samhliða okkur, að
setja sýninguna upp. Roy Walters kom Íslandslíkaninu stóra fyrir á
borði framantii í sýningarsalnum en út frá því á gólfi var komið
fyrir fjölbreyttri sýningu á íslenskum munum, silfurgripum, keramik,
hannyrðum, málverkum o. fl. Settir voru upp tveir fagrir skautbún-
ingar. Hef ég getið um annan áður en hinn var í ætt Steinunnar
Arinbjarnardóttur frá Tjarnarkoti í Njarðvíkum, konu Sæmundar
Sigurðssonar frá Barkarstöðum í Fljótshlíð, og var saumurinn verk
hennar. Baðstofusvið okkar þremenninganna var fyrir gafli og að
öllu svo um búið og unnið og í Washington. Út við dyr var Elín
66
Goðasteinn