Goðasteinn - 01.06.1977, Page 71

Goðasteinn - 01.06.1977, Page 71
okkur gott tækifæri til að sjá til lands cg byggðar. Farið var framhjá mikilli skipasmíðastöð og hvarvetna var líf og framför. Ferjur ganga alla daga út og inn um Seattle höfn, þar á meðal sú, sem nú er stærst í heimi og tekur 2000 farþega. Auðveldar samgöngur á landi og sjó eru norður til Vancouver og byggðanna í British Columbia, þar sem ég átti vinakynni og heimboð, en enginn tími var til að sinna því og heimför var á næstu grösum. Að sjóferð lokinni var ekið með okkur í Ivars Salmon House, eða laxahús Ivars á strönd Union vatns. Þetta er víðþekkt veitinga- hús byggt úr sedrusviði og allar skreytingar innan veggja sóttar í list Indíána í Washington ríki og British Columbia, en hún er heimsþekkt m. a. vegna hinna miklu totem súlna þeirra, sem margar cru enn varðveittar. Ivar, sem húsið er kennt við, er umsv.ifamikill veitingahúseigandi í Seattle, sænskur að ætterni. Laugardaginn 10. júlí var efnt til mikiilar skrúðgöngu Norður- landaþjóðanna um götur í nánd norrænu sýningarinnar í Seattle Center. Gekk hver þjóð í sérskildum hóp undir hljóðfæraslætti og söng og allir þátttakendur voru kiæddir þjóðbúningum. Island átti þarna 14 fulltrúa. Rákum við Kristinn Gíslason þar lestina klæddir lánsbúningum frá Þjóðleikhúsinu. Urðum við þess varir að sumir karlmenn af íslenskum ættum þar vestra renndu til þeirra hýru auga. Að kvöldi 10. júlí tóku Helgi Thordarson og Charlotta mig heim með sér til gistingar. Helgi veitir forstöðu stórri skipasmíðastöð og viðgerðastöð, sem rekin er af eigendum fiskibáta í Seattle, manna, sem sækja sjó allt norður til Alaska. Hafði ég áður hitt einn af starfsmönnum Helga, norskan að ætt, og bar sá honum hið mesta sæmdarorð. Þau hjón, Helgi og Charlotta, búa í glæsilegu húsi rétt við innsiglinguna til Seattle. Var fagurt að líta út á fjörðinn að rnorgni næsta dags- Fjöldi smárra báta. var þar vítt og breitt og margir efalaust að draga björg í bú. Stór skip sigldu þarna út og inn. Dráttarbátar voru þar á ferðinni með hlaðna flota í eftirdragi, á leiði til olíulindasvæðanna á íshafsstrand Alaska, cn þangað er skipum ekki fært, fyrr en líða tekur á sumar. Helgi og Charlotta fóru með mig í morgunmessu í kirkju sína, en eftir hádegið fóru þau með mig í Marymoor Park, þar sem slá skyldi botninn í þjóðháttasýningu okkar. Margrét Líndal og Krist- Goðasteinn 69
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.