Goðasteinn - 01.06.1977, Page 76
Guðsþjónustan, sem þarna var flutt, var áhrifamikil, til skiptis
í fornhelgu og frjálsu formi, ef svo má segja. Margir hér heima
hefðu rekið upp stór augu við að sjá það að kona annaðist til
mestra muna altarisþjónustuna, klædd mjög venjulegum borgaraleg-
um búningi. Presturinn stóð við hlið hennar, nánast sem auka-
persóna. Hún las alla hina helgu texta en söfnuðurinn svaraði ýmist
með lesi eða scng. Þessi kirkja hefur ekki gloprað nið' r hinum
fornu áhr.ifamiklu þáttum messunnar, sem við þekkjum ftá Grall-
aranum gamla, Kyrie, Gloria, Sanctus o. s. frv. I kirkjunni starfar
mjög góður, blandaður kór, sem æfir reglulega. Á vetrum og við
meiri háttar messur syngur hann jafnan eitt lag eða kórverk marg-
raddað en að öðru er það hlutverk hans að leiða sönginn, sem allir
kirkjugestir taka þátt í. Ray Olason og Tani Bjornson og konur
þeirra hafa mörg ár sungið í kirkjukórnum. Raddir Ray og Tana
báru vel uppi sönginn t messunni, sem ég tók þátt í, og Tani söng
þar einsöng í einu lagi. Doris tók sér í þetta sinn frí frá messunni
til að búa íslensku gestunum, ferðafélögum mínum, veislumáltíð.
í miðjum klíðum messunnar er slegið út í aðra sálma, eins og
stundum var sagt hér heima. Fólk fær þá tækifæri til að bera fram
fyrirspurnir og koma tilkynningum á framfæri. Gestir frá öðrum
söfnuðum eru kynntir og boðnir velkomnir. Gamanyrði falla, menn
hlæja og léttur blær er yfir öllu. Svo fellur allt í fastar skorður og
helgistundin heldur áfram.
Altarisganga fór fram í messunni. Ég sá ekki betur en allir tækju
þátt í henni og litlu börnin gengu upp að grátunum með foreldrum
sínum, féllu þar á kné með þeim og fengu blessun hjá prestinum,
er að þeim kom. Konan eða messudjákninn var enn í starfi, presti
til aðstoðar, bar að bakka með víni og brauði og tók við tæmdum
bikurum hjá altarisgestum- I anddyri kirkjunnar að lokinni messu
var skipst á glaðlegum kveðjum og presturinn var þar til að blanda
geði við söfnuð sinn og gesti hans. Hann var í hálfu starfi við þessa
kirkju og í hálfu starfi sem herprestur, en nú kominn að því að
skipta um starf.
Einhver kann að spyrja: Er þetta ekki steinrunnin kirkja, sem
lifir í einu saman formi og athöfn messunnar? Nei, svo er engan
veginn. Þessi litl.i hópur vinnur allan ársins hring að skipulögðu
74
Goðasteinn