Goðasteinn - 01.06.1977, Síða 76

Goðasteinn - 01.06.1977, Síða 76
Guðsþjónustan, sem þarna var flutt, var áhrifamikil, til skiptis í fornhelgu og frjálsu formi, ef svo má segja. Margir hér heima hefðu rekið upp stór augu við að sjá það að kona annaðist til mestra muna altarisþjónustuna, klædd mjög venjulegum borgaraleg- um búningi. Presturinn stóð við hlið hennar, nánast sem auka- persóna. Hún las alla hina helgu texta en söfnuðurinn svaraði ýmist með lesi eða scng. Þessi kirkja hefur ekki gloprað nið' r hinum fornu áhr.ifamiklu þáttum messunnar, sem við þekkjum ftá Grall- aranum gamla, Kyrie, Gloria, Sanctus o. s. frv. I kirkjunni starfar mjög góður, blandaður kór, sem æfir reglulega. Á vetrum og við meiri háttar messur syngur hann jafnan eitt lag eða kórverk marg- raddað en að öðru er það hlutverk hans að leiða sönginn, sem allir kirkjugestir taka þátt í. Ray Olason og Tani Bjornson og konur þeirra hafa mörg ár sungið í kirkjukórnum. Raddir Ray og Tana báru vel uppi sönginn t messunni, sem ég tók þátt í, og Tani söng þar einsöng í einu lagi. Doris tók sér í þetta sinn frí frá messunni til að búa íslensku gestunum, ferðafélögum mínum, veislumáltíð. í miðjum klíðum messunnar er slegið út í aðra sálma, eins og stundum var sagt hér heima. Fólk fær þá tækifæri til að bera fram fyrirspurnir og koma tilkynningum á framfæri. Gestir frá öðrum söfnuðum eru kynntir og boðnir velkomnir. Gamanyrði falla, menn hlæja og léttur blær er yfir öllu. Svo fellur allt í fastar skorður og helgistundin heldur áfram. Altarisganga fór fram í messunni. Ég sá ekki betur en allir tækju þátt í henni og litlu börnin gengu upp að grátunum með foreldrum sínum, féllu þar á kné með þeim og fengu blessun hjá prestinum, er að þeim kom. Konan eða messudjákninn var enn í starfi, presti til aðstoðar, bar að bakka með víni og brauði og tók við tæmdum bikurum hjá altarisgestum- I anddyri kirkjunnar að lokinni messu var skipst á glaðlegum kveðjum og presturinn var þar til að blanda geði við söfnuð sinn og gesti hans. Hann var í hálfu starfi við þessa kirkju og í hálfu starfi sem herprestur, en nú kominn að því að skipta um starf. Einhver kann að spyrja: Er þetta ekki steinrunnin kirkja, sem lifir í einu saman formi og athöfn messunnar? Nei, svo er engan veginn. Þessi litl.i hópur vinnur allan ársins hring að skipulögðu 74 Goðasteinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.