Goðasteinn - 01.06.1977, Side 83
Að sjálfsögðu varð Heimilið í Kotey að taka á sig talsverða
fyrirhöfn í sambandi við þetta. En heimilisfóikið var allt sam-
huga í velvild og fyrirgreiðslu. Húsmóðirin, önnum kafin, hjálpaði
til við kaffihitun og þessháttar í eldhúsi sínu, sem þó var ekki
búið neinum nútíma tækjum. En oft logaði þar glatt í hlóðum,
og hlýju lagði fram í salinn, þar sem æskufólkið var að ræða
hugðarmálin eða skemmta sér.
Margoft gengu samkomugestir til baðstofu, settust þar að spil-
um eða hvíldu sig stundarkorn, því vanalega stóðu skemmtifundir,
þar til birta tók. Þá varð líka að hraða heimför til gegninga og
morgunverka. Margar ánægjuríkar minningar eru frá þessum dög-
um og yfirgnæfa alla fyrirhöfn, sem af þessu leiddi.
Svo kom að því, að samtök urðu um húsbyggingu, þar sem
allar samkomur, sveitarfundir og manntalsþing áttu samastað. Það
hús stóð á Efrieyjaregg, síðar endurbyggt heima á Efrieyjarbóli.
Ég hef skráð þenna stutta kapítula um samtakaviðleitni alda-
mótaunglinganna, sem voru mér samtíða og samaldra, viðleitni til
breyttra og bættra þjóðfélagshátta í fátækri, afskekktri sveit, sem
þó bar gæfu til að fæða og ala upp mannvæniegt fólk, sem dreifðist
víða og varð góðir þegnar í margskonar starfi, þar sem það tók sér
bólfestu og efldi staðarheiil.
Hvaða not urðu af þessu félagabrölti? Þannig má spyrja, og
naumast mun hægt að benda á fjárhagslegan hagnað af allri þeirri
fyrirhöfn, sem menn lögðu á sig af þegnskap fyrir félög sín. Flest
gott kostar fórnir og fúsleik til að leggja lið án launa. Hvað fæ
ég fyrir þetta? Krónur og aurar er ekki orðtak þess félagslynda,
annað er ofar í huga.
Ég er fullviss um það, að þau fræ, sem sáð var á fundum gömlu
félaganna minna í Meðallandi, báru holla ávexti á margvíslegan
hátt. Menn æfðust félagslega, lærðu að starfa saman eftir settum
reglum, ræða og hugsa um ýmis málefni á skipulegan hátt, hlýta
stjórn og stjórna fundum. Söngur, stuttar ræður og góður upplest-
ur lærðist mönnum. Og mörg var nú gleðistundin, sem fundir og
samkomur veittu þátttakendum. Fleiri en ég hafa lengi búið að
þeim og áhrifin þaðan hafa forðað mörgum frá áfengisbölinu.
Goðasteinn
81