Goðasteinn - 01.06.1977, Síða 83

Goðasteinn - 01.06.1977, Síða 83
Að sjálfsögðu varð Heimilið í Kotey að taka á sig talsverða fyrirhöfn í sambandi við þetta. En heimilisfóikið var allt sam- huga í velvild og fyrirgreiðslu. Húsmóðirin, önnum kafin, hjálpaði til við kaffihitun og þessháttar í eldhúsi sínu, sem þó var ekki búið neinum nútíma tækjum. En oft logaði þar glatt í hlóðum, og hlýju lagði fram í salinn, þar sem æskufólkið var að ræða hugðarmálin eða skemmta sér. Margoft gengu samkomugestir til baðstofu, settust þar að spil- um eða hvíldu sig stundarkorn, því vanalega stóðu skemmtifundir, þar til birta tók. Þá varð líka að hraða heimför til gegninga og morgunverka. Margar ánægjuríkar minningar eru frá þessum dög- um og yfirgnæfa alla fyrirhöfn, sem af þessu leiddi. Svo kom að því, að samtök urðu um húsbyggingu, þar sem allar samkomur, sveitarfundir og manntalsþing áttu samastað. Það hús stóð á Efrieyjaregg, síðar endurbyggt heima á Efrieyjarbóli. Ég hef skráð þenna stutta kapítula um samtakaviðleitni alda- mótaunglinganna, sem voru mér samtíða og samaldra, viðleitni til breyttra og bættra þjóðfélagshátta í fátækri, afskekktri sveit, sem þó bar gæfu til að fæða og ala upp mannvæniegt fólk, sem dreifðist víða og varð góðir þegnar í margskonar starfi, þar sem það tók sér bólfestu og efldi staðarheiil. Hvaða not urðu af þessu félagabrölti? Þannig má spyrja, og naumast mun hægt að benda á fjárhagslegan hagnað af allri þeirri fyrirhöfn, sem menn lögðu á sig af þegnskap fyrir félög sín. Flest gott kostar fórnir og fúsleik til að leggja lið án launa. Hvað fæ ég fyrir þetta? Krónur og aurar er ekki orðtak þess félagslynda, annað er ofar í huga. Ég er fullviss um það, að þau fræ, sem sáð var á fundum gömlu félaganna minna í Meðallandi, báru holla ávexti á margvíslegan hátt. Menn æfðust félagslega, lærðu að starfa saman eftir settum reglum, ræða og hugsa um ýmis málefni á skipulegan hátt, hlýta stjórn og stjórna fundum. Söngur, stuttar ræður og góður upplest- ur lærðist mönnum. Og mörg var nú gleðistundin, sem fundir og samkomur veittu þátttakendum. Fleiri en ég hafa lengi búið að þeim og áhrifin þaðan hafa forðað mörgum frá áfengisbölinu. Goðasteinn 81
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.