Goðasteinn - 01.06.1977, Side 94

Goðasteinn - 01.06.1977, Side 94
Eiríkur Skúlason frá Mörtungu: Prír þættir SELSTÖÐUR Selstöður voru þáttur í landbúskap Islendinga á fyrstu öldum bú- setu í landinu. Seljum var oftast valinn staður upp til heiða, þar sem landkostir þóttu betri en í heimahögum og landnýting þá að sama skapi betri. I seljum var komið upp nauðsynlegum húsum fyrir fólk, sem þar bjó, og fyrir starf þess við að vinna úr mjólkinni smjör, skyr og osta. Afurðirnar voru fluttar heim á búin eftir þörfum. Þegar fólki fjölgaði í landinu, urðu úr mörgum seljum sjálfstæðar bújarðir og benda nöfn þeirra enn á upphafleg not. Sumar þeirra voru heiðarbýli, sem síðar hafa fallið úr byggð. I heimalöndum flestra jarða á Síðunni eru örnefni kennd við sel. Þar hefur Geirlandsheiði sérstöðu vegna þess hve margir staðir eru kenndir þar við sel og í annan stað vegna þess að þar var lengst haft í seli svo vitað sé. í Geirlandsheiði eru sex staðir, sem um getur í sambandi við sel. Byrjað næst bæjum, þá er hið fyrsta í Gyltudal. Ekki er víst að þar hafi verið stöðug selstaða, en víst er að þar voru ær mjólkaðar um 1870 og mjólkin sett þar. Þegar búið var að hirða af túnum og öðr- um slægjum neðan heiðar, voru ærnar reknar heim til mjalta. I Katrínarseli var síðast haft í seli. Það var kennt við konu, sem Katrín hét. Bjó hún við þröngan kost austan Geirlandsár og fór með ær sínar í selið, er hún færði frá- Fyrr hafði hún búið á Holtsdal. Sjást rústir þess bæjar enn vel og nefndar Katrínartóttir. Sennilega hefur þetta verið atkvæðakona, fyrst nafn hennar festist við staði þá, sem hún dvaldi á. 92 Goðasteinn
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.