Goðasteinn - 01.06.1977, Page 94
Eiríkur Skúlason frá Mörtungu:
Prír þættir
SELSTÖÐUR
Selstöður voru þáttur í landbúskap Islendinga á fyrstu öldum bú-
setu í landinu. Seljum var oftast valinn staður upp til heiða, þar
sem landkostir þóttu betri en í heimahögum og landnýting þá að
sama skapi betri. I seljum var komið upp nauðsynlegum húsum fyrir
fólk, sem þar bjó, og fyrir starf þess við að vinna úr mjólkinni smjör,
skyr og osta. Afurðirnar voru fluttar heim á búin eftir þörfum.
Þegar fólki fjölgaði í landinu, urðu úr mörgum seljum sjálfstæðar
bújarðir og benda nöfn þeirra enn á upphafleg not. Sumar þeirra
voru heiðarbýli, sem síðar hafa fallið úr byggð.
I heimalöndum flestra jarða á Síðunni eru örnefni kennd við sel.
Þar hefur Geirlandsheiði sérstöðu vegna þess hve margir staðir eru
kenndir þar við sel og í annan stað vegna þess að þar var lengst haft
í seli svo vitað sé.
í Geirlandsheiði eru sex staðir, sem um getur í sambandi við sel.
Byrjað næst bæjum, þá er hið fyrsta í Gyltudal. Ekki er víst að þar
hafi verið stöðug selstaða, en víst er að þar voru ær mjólkaðar um
1870 og mjólkin sett þar. Þegar búið var að hirða af túnum og öðr-
um slægjum neðan heiðar, voru ærnar reknar heim til mjalta.
I Katrínarseli var síðast haft í seli. Það var kennt við konu, sem
Katrín hét. Bjó hún við þröngan kost austan Geirlandsár og fór
með ær sínar í selið, er hún færði frá- Fyrr hafði hún búið á Holtsdal.
Sjást rústir þess bæjar enn vel og nefndar Katrínartóttir. Sennilega
hefur þetta verið atkvæðakona, fyrst nafn hennar festist við staði
þá, sem hún dvaldi á.
92
Goðasteinn