Goðasteinn - 01.06.1977, Síða 96
naut og skyrtunna. Af þessum tolli segist að Merkurmenn hafi haft
þriðjung, fyrir troðning. Þennan toll skaffaði af Halla Grímsdóttir,
sem segir þá hún var á Kirkjubæ." Heimildarmaður að þessu er
Margrét undir Staðarfelli. Ekki sést árfært, hvenær hún gefur þessar
upplýsíngar, en miklar líkur eru til þess að þá hafi hún búið undir
Staðarfelii í Klausturseli og einnig hitt að selstaða hafi lagst niður,
er Halla Grímsdóttir skaffaði af tollinn.
Margt bendir til þess að í Klausturseli hafi lengi haldist byggð,
miklar húsarústir, og meiri grasvöxtur niður undan selinu eins og
þar búi að fornri rækt. f sálnaregistri sr. Jóns Steingrímssonar 1783
eru talin tvö heimili í Klausturseli. Vera má að annað heimilið hafi
þó verið við Systravatn. Um það er enn sagt: „Upp í Seli“ eða ,,Ég
fór upp í Sel“- Á unglingsárum mínum heyrði ég eldra fólk, sem
vcrið hafði í nágrenni við Klaustrið eða í vinnumennsku þar fyrir
og um aldamótin síðustu oft minnast á selið og nefndi það alltaf
Brúnasel, ekki Klaustursel, meðal annarra maðurinn, sem síðast
hafði þar heimili en var ráðsmaður hjá sýslumanninum á Klaustri.
Að lokum má aðeins minnast á Geirlandssel. Séra Jón Steingríms-
son getur þess í riti sínu um eldgosið í Lakagígum að vorið 1783 hafi
tveir bændur flutt sig frá vel viðurværilegum býlum og farið í Geir-
landssel. Áður hafði einum manni verið leyft að búa þar nokkur
umliðin ár vegna frómleiks síns. Nú urðu þessir nýfluttu menn að
flýja undan eldinum, sem kom upp skammt frá bæjardyrum þeirra.
Séra Jón orðar þetta skýrt og skemmtilega: ,,En hann, sem sér yfir
allra manna verk og vissi best þeirra tilgang, dreif þessa samlags-
bræður með þessum loga í burtu, fyrst allra úr þessu plássi, aðskildi
þá að síðustunni að öllum samráðum, verkum og sambúð.“
Frá barnsárum mínum man ég eftir fólki, sem mundi fólk, er
lifði móðuharðindin. Mjög var þessu fólki tíðrætt um sagnir af at-
burðum frá þeim tíma. Öllum sögum þess bar saman um að býli
þetta hafi verið í afrétti norður eða norðvestur af Galta. Sumir
nefndu Varmárfell í þessu sambandi, í fyrstu hefði það verið nefnt
Varmársel en seinna Geirlandssel. Það bendir til þess að þar hafi
um eitt skeið verið selstaða frá Geirlandi. Á þessum tíma hefur
Geirland átti land að Hellisá. Geirlandshraun bæri ekki þetta nafn
ef það hefði ekki fylgt jörðinni. Má segja að óþarflega langt væri
94
Goðasteinn