Goðasteinn - 01.06.1977, Side 99

Goðasteinn - 01.06.1977, Side 99
Geirlandsá, 19 voru þegar farnir, einn var eftir. Þá voru í ánni illir andar, nefndir vatnsandar. Þeir litu út eins og stórskip á hvolfi, komu upp á vaðinu og villtu á þann veg fyrir fólki að það lenti í ófærunni. Ekkert af þessu fólki hafði séð vatnsanda, það var sama, þeir voru til- Vatnsmagn Geirlandsár fer eftir veðurfari. Venjulega er hún vatnslítil, en í stórrigningum verður hún að stórfljóti. Kom oft fyrir, séð frá Mörtungu, að hvergi örlaði á eyri upp úr vatnsflaumnum. Þá voru gljúfrin ekki síður viðsjárverð, þau buðu upp á marg- víslegar hættur. Þar voru margir afkimar, sem ekki varð komist að, aðeins sást móta fyrir dyrum. Nokkur nöfn í gljúfrunum tóku menn fastar.i tökum en cnnur svo sem Bræðrahvarfsból, Myrkastofa, Snorragljúfur og Þurugil, bæði hrikaleg. Á þessum stöðum hefur eitthvað óhugnanlegt gerst, þannig hugsaði maður. Líkast til hef ég tekið betur eftir þessum samtöium gamla fólksins af því mér fannst þau ekki eiga að ná til mín. Seinna sá ég að þar var ég á villigötu, það hefur vonað að nú færi ég að heyra, hefur eflaust ver- ið búið að reyna hina leiðina. Til viðbótar og meira til gamans vil ég leiða hugann örlítið aftur í tímann, til 18. aldar og fyrstu tuga þeirrar 19. og athuga, hvernig þá leit út við neðanverða ána, þar sem hún hefur skipt um nafn og áin Stjórn er búin að renna saman við hana. Þær sameinast suður af Geirlandi en hefur fyrr á tímum verið víðsfjarri þeim stað eins landslagið ber með sér. Þegar Geirlandsá og Stjórn eru orðnar að einni á, þá breytir vatnsfallið um nafn og heitir nú Breiðbalakvísl og rennur austur með Stjórnarsandi. Telja má víst að fyrr hafi hún runnið til suðurs u.m land það, sem nú er hulið af Stjórnarsandi. Þar hefur Stjórn þá cinnig runnið og síðan hafa þær sameinast vatnsfaili, sem kom vestan með Síðunni og nefnt er í fornum heimildum Kirkbæingaá. Skaftá brýtur sér ekki leið að fjallinu fyrr en síðar. Munnmæli eru um Geirlandsárfarveg í Landbroti. Benda þau til þcss að áin hafi komist í snertingu við Landbrot, verið höfuðáin þar til stórveldið Skaftá náði yfirhöndinni. Munnmælin binda hinn forna Geirlands- árfarveg við láglendið í Landbroti, austan við hraunbrúnina. Geirlandsá og Stjórn hafa stíflast, þegar Stjórnarsandur fór að Goðaste'mn 97
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.