Goðasteinn - 01.06.1977, Síða 99
Geirlandsá, 19 voru þegar farnir, einn var eftir. Þá voru í ánni illir
andar, nefndir vatnsandar. Þeir litu út eins og stórskip á hvolfi,
komu upp á vaðinu og villtu á þann veg fyrir fólki að það lenti í
ófærunni. Ekkert af þessu fólki hafði séð vatnsanda, það var sama,
þeir voru til-
Vatnsmagn Geirlandsár fer eftir veðurfari. Venjulega er hún
vatnslítil, en í stórrigningum verður hún að stórfljóti. Kom oft fyrir,
séð frá Mörtungu, að hvergi örlaði á eyri upp úr vatnsflaumnum.
Þá voru gljúfrin ekki síður viðsjárverð, þau buðu upp á marg-
víslegar hættur. Þar voru margir afkimar, sem ekki varð komist að,
aðeins sást móta fyrir dyrum. Nokkur nöfn í gljúfrunum tóku menn
fastar.i tökum en cnnur svo sem Bræðrahvarfsból, Myrkastofa,
Snorragljúfur og Þurugil, bæði hrikaleg. Á þessum stöðum hefur
eitthvað óhugnanlegt gerst, þannig hugsaði maður. Líkast til hef
ég tekið betur eftir þessum samtöium gamla fólksins af því mér
fannst þau ekki eiga að ná til mín. Seinna sá ég að þar var ég á
villigötu, það hefur vonað að nú færi ég að heyra, hefur eflaust ver-
ið búið að reyna hina leiðina.
Til viðbótar og meira til gamans vil ég leiða hugann örlítið aftur
í tímann, til 18. aldar og fyrstu tuga þeirrar 19. og athuga, hvernig
þá leit út við neðanverða ána, þar sem hún hefur skipt um nafn
og áin Stjórn er búin að renna saman við hana. Þær sameinast suður
af Geirlandi en hefur fyrr á tímum verið víðsfjarri þeim stað eins
landslagið ber með sér.
Þegar Geirlandsá og Stjórn eru orðnar að einni á, þá breytir
vatnsfallið um nafn og heitir nú Breiðbalakvísl og rennur austur
með Stjórnarsandi. Telja má víst að fyrr hafi hún runnið til suðurs
u.m land það, sem nú er hulið af Stjórnarsandi. Þar hefur Stjórn þá
cinnig runnið og síðan hafa þær sameinast vatnsfaili, sem kom
vestan með Síðunni og nefnt er í fornum heimildum Kirkbæingaá.
Skaftá brýtur sér ekki leið að fjallinu fyrr en síðar. Munnmæli eru
um Geirlandsárfarveg í Landbroti. Benda þau til þcss að áin hafi
komist í snertingu við Landbrot, verið höfuðáin þar til stórveldið
Skaftá náði yfirhöndinni. Munnmælin binda hinn forna Geirlands-
árfarveg við láglendið í Landbroti, austan við hraunbrúnina.
Geirlandsá og Stjórn hafa stíflast, þegar Stjórnarsandur fór að
Goðaste'mn
97