Goðasteinn - 01.06.1977, Side 101

Goðasteinn - 01.06.1977, Side 101
en kindina fundum við enga. Snjór var nokkuð mikill og .illa gerður, hagar óvíða, helst í háum gilbökkum þar sem grasmikið var, svo scm í mýrunum. Hagasnapir voru einnig á stöku stað í háfjöllum. Logn var allan daginn, loft hálfskýjað fram undir kvöld en fór þá að þykkna upp, og var mjög lágskýjað, þegar nóttin lagðist yfir. Skildi illa loft frá láði en þó ekki þoka á jörð. Þetta loftsútlit nefndist undirdráttarveður. Margar ferðirnar áttum við frændurnir um þessar slóðir áður og siðar, ýmist saman eða hvor í sínu lagi. Ferðum höguðum við þannig, ef við vorum nógu langt á undan birtunni, að við hvíldum okku.r í Eintúnahálsi. Þar biðum við þess að vera í sauðijósu við Geldingadalabrýr, þar sem við skiptum okkur, fór annar upp Stjórnarbotna en hinn um austanhallt Geirlandshraun og hittumst síðan á norðurbrún þess. Þaðan héldum við niður á láglendið norð- an hraunsins, gengum mýrarnar frá Kálfártanga og einnig um vest- anvert Lauffell, Morsabrýr og Kofatanga. Dagur var að kveldi kominn, nóttin að ná völdum og þreyta farin að tefja fyrir. Við áttum þá rúmlega klukkustundarferð að Eintúna- hálsi miðað við lestagang að sumarlagi en nú var orðið dimmt og göngufæri slæmt. Ferðin þangað hefur því líklega tekið um tvo tíma. Við stoppuðum nokkuð lengi í Hálsinum, enda þreyttir, hituð- u.m kaffi, tóku okkur bita og fórum svo í hvíiupoka, sem við áttum geymda þarna. Lágum við í þeim góðan tíma og spjölluðum saman. Eftir ágæta hvíld var haldið frá Hálsinum. Var veður þá enn mjög stillt og óhætt að taka lífinu með ró. Tveggja tíma gangur var til bæja. Norðan við Innstahraun skiptust leiðis okkar, Eiríkur tók skemmstu leið að Mörk, en ég fór vestur yfir Stjórn og n.iður Klaust- urheiði- Við Sverrismýri bar það þá fyrir mig, sem er kveikjan að þessari frásögn. Á leið minni meðfram mýrinni sýndist mér maður ganga á undan mér, á að giska 20-25 m. Fyrst flaug mér í hug að þetta væri nafni minn, ég hefði villst og væri kominn í slóð hans. Ég athugaði í flýti afstöðu mína og fann að ég var á réttri leið. Jafnframt svipaðist ég um eftir förum mannsins, sem hefðu átt að sjást greinilega, því laus skóvarpssnjór var ofan á harðri skel, sem brast undan fæti öðru hvoru. Engin för sáust eftir þennan dularfulla mann. Ég sannfærðist fljótt um að þetta var ekki venjulegur maður. Goðasteinn 99
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.