Goðasteinn - 01.06.1977, Side 111

Goðasteinn - 01.06.1977, Side 111
trjáraðir við götur. Einkum ber þar mikið á linditrjám, sem ekki munu þarna hafa verið í öndverðu, heldur flutt inn og gróðursett fyrir alllöngu. Kveður svo mjög að þessum trjágróðri, að Maríuhöfn er gjarna nefnd borg hinna þúsund linditrjáa á máli fólks. Þá eru þarna allvíða skemmtigarðar og opin svæði og mikil gróðursæld. Flest hús kaupstaðarins eru fremur smá og mest ber á einbýiis- húsum með limgerðum, grasflötum og litríkum blómum, einkum rósum, enda er sumarið þarna oftast hlýtt og sólríkt. Nafnið Álandseyjar eða Áland hefur löngum vafist fyrir mál- fræðingum og virðast þeir varla geta orðið á eitt sáttir um merk- ingu þess. Sumir álíta að það merki vatnaland en aðrir telja að það þýði einfaldlega eyland. Báðir aðilar hafa talsvert til síns máls, því að bæði er þarna mikið af vötnum og svo er landið vita- skuld eyja eða öllu heldur samsafn þúsunda eylanda. Eyjarnar eru víða vogskornar og talsvert um tjarnir og vötn. Hvarvetna er lág- lent og landslagi svo háttað að víðast hvar eru lág.ir og ávalir ásar með lægðum og grunnum daladrögum á milli. Skiptast þar gjarnan á skógar og mýrar, þar sem ekki hafa verið ræktuð tún og akrar. Hæsti tindur eyjanna heitir Orradalsklettur og nær hann 129 metra hæð yfir sjávarmál. Útsýni er mikið og fagurt frá kletti þessum, þótt varla sé hægt að segja að þarna sé um fjall að ræða. Flatarmál allra Álandseyja er samtals um 1500 ferkílómetrar og íbúatala alls er um 22 þúsund manns. Af þeim fjölda á hart nær helmingur eða um 10 þúsund heima í höfuðborginni Maríuhöfn, sem vaxið hefur ótrúlega hratt síðustu áratugi, jafnframt því sem fækkað hefur til sveita og þó einkum á úteyjum, er margar hafa lagst í eyði. Lífsbarátta skerjagarðsins hentar ekki nútímafólki, sem á orðið betri kosta völ en áður. Höfuðborgin Maríuhöfn eða Mariehamn, svo sem hún heitir á sænskri tungu Álendinga, er ekki gamall bær, því að það var fyrst árið 1861, sem Alexander 2. Rússakeisari gaf út bréf um að stofnað skyldi til kaupstaðar á eyjunum, þar sem vera skyldi mið- stöð verslunar og siglinga og aðsetursstaður fyrir embættismenn keisarans. Oft hafði áður komið til tals að stofna kaupstað á Álands- eyjum og hafði þegar á dögum Gústafs 2. Adólfs verið unnið að málinu, en alltaf strandaði það á mótvilja heimamanna, sem ótt- Goðastemn 109
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.