Goðasteinn - 01.06.1977, Blaðsíða 114
um 2500 f. Kr. kemur svo ný bylgja innflytjenda til eyjanna og þá
frá sænska meginlandinu. Þessir síðari íbúar kunnu einnig dável
til verka, svo sem margir prýðilegir fundir sanna. Þeir lifðu aðal-
lega á veiðum og þá einkum selveiðum, en tóku þó smám saman
að yrkja jörðina og lifa af landbúnaði að einhverju leyti. Á brons-
öld, sem hófst á Norðurlöndum um 1500 f. Kr., voru Álandseyjar
orðnar harla þéttbýlar og virðist þar hafa verið mikil velmegun.
Um það vitna ríkulegir fornleifafundir og myndarlegar steindysjar.
Veruleg hnignun og fólksfækkun virðist síðan verða á eldri járn-
öld, en á yngri járnöld, sem hófst um 500 e. Kr. breyttist ástandið
aftur til batnaðar og fólki fjölgaði á ný. Enn meiri framfarir verða
svo á víkingaöld, sem náði frá áttundu til elleftu aldar. Benda
fornleifafundir frá þeim tímum til mikilla samskipta við Svíþjóð
og einnig til landapna austan Eystrasalts, enda má telja líklegt að
Álendingar hafi átt drjúgan þátt í víkingaferðum og viðskiptum í
Garðanki. Um ófrið og árásir við sjávarsíðuna á þessum öldum
vitna fjölmargar rústir af fornum virkjum á eyjum og útnesjum.
Álandseyjar voru frá örófi alda sænskt land, þar sem norræn eða
sænsk tunga var töluð. En það sænska land hafði þó frá því fyrsta
talsverða sérstöðu, því að Álendingar stjórnuðu jafnan málum sín-
um sjálfir og æðsta valdastofnun þeirra var landsþingið, er hélt
fundi sína á fornhelgum þingstað í Saltvík. Fram eftir miðöldum
var heiðin trú við lýði á eyjunum, svo sem annars staðar á Norður-
lönd, en kristin áhrif bárust þó þangað snemma og jafnvel fyrr en
til sænska meginlandsins. Kristni virðist hafa verið orðin allföst í
sessi þegar á 11. öld og elstu steinkirkjur eyjanna eru frá 12 öld.
Standa þær enn að stofni til og eru allauðugar af fornum minjum.
Á 13. öld lögðu Svíar drjúgan hluta Finnlands undir sig og voru
þá Álandseyjar gjarna taldar tii þess hluta ríkisins. Reistu Svíar
virki mikið á Kastalahólma til varnar gegn þýskum víkingum í
Eystrasalti. Hafa marg.tr sænskir fyrirmenn setið í kastala þessum
í aldanna rás og gætt hagsmuna Svía bæði á Álandseyjum sem og
í Finnlandi og oft hefur þar kveðið við vopnabrak, er óvinir leit-
uðu á að utan. Virkið á Kastalahólma brann að mestu um miðja
18. öld, en hlutar þess standa enn til augnayndis fyrir ferðamenn
á sumrin.
112
Goðasteinn