Goðasteinn - 01.06.1977, Síða 118
þjóðernisleg, málfarsleg, menningarleg og landfræðileg sérstaða
þeirra innan finnska ríkisins og úrskurður Þjóðabandalagsins er það
bjarg, sem sjálfstæð tilvera þeirra byggist á. í sjálfstjórnarlögunum
kemur fram að Áend.ingar einir hafa allan rétt bæði löggjafarlegan
og framkvæmdalegan til að fara með sín eigin málefni innan þeirra
marka, sem framast eru hugsanleg með tilliti til einingar ríkisheild-
arinnar. Svo algjör er heimastjórn þeirra að jafnvcl finnska þingið
getur ekki gert neitt alþjóðlegt samkomulag, nema jafnframt komi
til samþykki álenska landsþingsins og forseti þess er æðsti embættis-
maður þeirra inn á við og út á við.
Álendingar hafa síðan 1954 haft sinn eigin þjóðfána, sem er
gulur og rauður kross á bláum grunni, enda lcoma þeir nú fram sem
sjálfstæð og fullvalda þjóð á flestum sviðum. Þannig gerðust þeir
1970 fullgildir aðilar að Norðurlandaráði. og meta það mikiis sem
tákn um óháða þjóðréttarstöðu sína og frelsi. Fyrir fimm árum eða
1972 var mikil hátíð á Álandseyjum, er þessi þrautseiga og dug-
mikla þjóð minntist þess að þá voru 50 ár liðin frá því að hún
öðlaðist heimastjórn og viðurkennndan rétt til að lifa eigin lífi í
landi sínu. Það hefur sýnt sig, svo að ekki verður um villst, að
Álendingar kunna vel með málefni sín að fara og blómstrandi þjóð-
líf þeirra vitnar um almenna hagsæld, menningu og hamingju í
þessu fagra og gróðursæla eyríki í Eystrasalti.
En dvölinni á Álandseyjum lýkur fyrr en varir. Aftur er sest
upp í einn af farkostum loftsins, sem rennur mjúklega af stað og
hefur sig til flugs. Maríuhöfn, borg hinna þúsund linditrjáa, liggur
að baki, en í sjónhending getur að líta sólgyiltan þjóðfána Álend-
inga, sem blaktir í blænum á turni flugstöðvarhússins líkt og í
kveðjuskyni.
116
Goðasteinn