Úrval - 01.05.1979, Side 5
3
Vlugvélin var á leið til Kóreu, en einhverra hluta vegna
sveigði hún meira en 100 gráður af leið — beint inn í
sovéska lofthelgi.
ÞEGAR RÚSSAR SKUTU
FERÞEGAÞOTUNA NIÐUR
— Anthony Paul —
LUG 902 frá Korean Air
(!) Line hélt í loftið frá Orly
jj'. flugvelli við París klukk-
an 12.39 eftir hádegi 21.
........apríl í fyrra. Ferðinni var
heitið til Seoul, yflr Norður-
heimskautið. Um borð vom 97
farþegar, japanskir, kóreanskir,
breskir, franskir, vesturþýskir og kín-
verskir, og 13 manna áhöfn. Þótt
heimskautsflug hafí eitt sinn verið
talin hættuleg, er það ekki lengur;
þessi leið er mikið farin. Flugstjórinn
í flugi 902, Kin Chang-kuy, 46 ára,
hafði farið þessa leið yfír 30 sinnum
án þess að nokkuð bæri til tíðinda, og
loftsiglingafræðingurinn Lee
Kunshik, líka 46 ára, hafði farið þessa
leið um 70 sinnum.
En þótt áhöfnin væri reynd, em
aðstæður með þeim hætti þarna uppi
á hvirfli' heimsins, að loftsiglingar
geta orðið erfíðar. Kort em næstum
gagnslaus: Úr 35 þúsund feta hæð em
endalausar ísbreiður heimskautsins
kennileitalausar eins og nýstraujað
lak. Þar að auki færist jörðin neðan
undir um 15 gráður á klukkustund
*
*
*
*