Úrval - 01.05.1979, Síða 7
ÞEGAR RÚSSAR SKUTU FERÞEGAÞOTUNA NIÐUR
og grá rétt yflr sjónarrönd hægra
megin við flugvélina. Kineo Ohtani,
eigandi myndavélaverslunar í Tókió,
tók líka eftir sólinni. ,,Nú er eitthvað
að,” sagði hann við konu sína.
,, Sólin er vitlausu megin. ’ ’
Nokkurn veginn samtímis veitti
Kim flugstjóri því athygli, að sólin
var ekki lengur á réttum stað. Um
sama leyti fór flugradarinn að gefa
vísbendingu um eyjar fyrir neðan.
„Mældu stöðu okkar,” skipaði hann
loftsiglingafræðingnum, Lee. En þá
var það of seint.
Han Young-choon, kóreanskur
loftkælingatæknifræðingur, var
líklega fyrstur farþeganna til að koma
auga á herflugvélina. Hann var að
dreypa á viskíinu sínu og horfði
hljóður á þessa sérkennilegu flugvél,
með nálartrjónu fram úr stefninu og
vængi sem lágu eins og V aftur með
skrokknum. Hún vann sig upp í
sömu hæð og Boeingþotan og flaug
síðan samsíða henni, um 100 metra
frá hægri vængendanum. Þótt
farþegarnir telji sig yfirleitt ekki hafa
séð nema eina herþotu, héldu
flugmennirnir því síðar fram, að
minnsta kosti tvær þotur hefðu
truflað flug Boeingvélarinnar.
í flugstjórnarklefanum var
mönnum í fyrstu léttir að því að sjá
herþoturnar. „Þetta eru sjálfsagt
Kanadamenn,” sagði Cha Soon-do,
aðstoðarflugmaður.
„Þá skaltu spyrja þá hvar við
séum,” svaraðiKim.
Kóreumennirnir notuðu
alþjóðlegu neyðarbylgjuna, og