Úrval - 01.05.1979, Side 8

Úrval - 01.05.1979, Side 8
6 ÚRVAL reyndu hvað eftir annað að ná sambandi við flugmennina á litlu þotunum. En þeir fengu engin svör. Vélin út af hægri vængnum hélt þeirri stöðu í að minnsta kosti tíu mínútur. Svo beygði hún af leið, út í ljósa- skiptin og skýin. Allt í einu heyrðist dumbur skellur á vinstri hlið Boeing- þotunnar. Fast á eftir brá fyrir snögg- um, skærum ljósbjarma og ærandi sprenging kvað við. Rauðheitar málmflyksur fleygðust um vélina utanverða og rifu göt á hana, frá naglastærð upp í göt á stærð við melónu. Málmbrot þeyttust um afturhluta farþegarýmisins. Choi Bong-ki, deildarstjóri í stóru, kóreönsku verlunarfyrirtæki, hafði hallað sér fram til að skrifa þýðingu á myndavélarleiðbeiningum fyrir samferðamann í sætinu fyrir framan. Það bjargaði lífi hans. Málmbútur þeyttist inn um gluggann við hlið hans og særði hann lítillega á hnakkanum. Hefði hann hallað sér að sætisbakinu, hefði hún sneitt ofan af höfði hans frá gagnaugum. I sæta- röðinni fyrir framan bjargaðist japanskur ferðamaður af því hann var með þykkt kúrekabelti, sem stöðvaði málmflís á stærð við byssukúlu. En tveir samferðamannanna voru ekki svona lánsamir. Bang Tai-hwan hafði risið upp úr sæti sínu til þess að ræða við kunningja sinn. Nú lá hann deyjandi í ganginum milli sæta- raðanna. Það vantaði ofan á höfuðið á honum. Yoshitaka Sugano, kaffi- hússeigandi í Yokohama — sem nokkrum andartökum áður hafi haft sætaskipti við eldri bróður sinn — féll máttvana saman, særður banvænu sári gegnum olnboga, brjóst og niður í hné. Málmbrotin særðu 13 manns í vélinni, suma alvarlega. Óopinberar sovéskar heimildir segja að ráðamenn í Moskvu hafi óttast að í Boeingvélinni væru rafeindatœki til njósna, og að vélinni yrði bráðlega sveigt til vesturs svo hún slyppi út yfir finnsku landamcerin. Samkvœmt þessum heimildum reyndu flugmennirnir á herþotunum, hljóðfráum þotum af gerðinni Sukhoí Sú 15s, árangurslaust að hafa radíósamband við Kóreumennina. Þeir fengu skipun um að ,,neyða flugvélina með skotum til að lenda, en færa hana til lendingar íþví ásig- komulagi að hœgt yrði að rannsaka hana gaumgæfilega. ” Þessar fullyrðingar eru í meira lagi vafasamar. Milli klukkan 6.35 og 6.41 tóku upptökutæki í flug- turninum í Rovaniemi í Finnlandi upp þrjár tilraunir Kóreumannanna til þess að ná sambandi við sovésku vélamar, en segulböndin sýna engar tilraunir til radíósambands af rúss- anna hálfu. Svo virðist, sem það hafi verið eld- flaug, sem rússarnir skutu að Boeing- vélinni. Sprengingin stórskemmdi væng og bol vélarinnar, Boeingvélin valt ákaflega og stakkst svo á nefið og tók að hrapa úr 35 þúsund feta hæð.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.