Úrval - 01.05.1979, Síða 11

Úrval - 01.05.1979, Síða 11
ÞEGAR RÚSSAR SKUTU FERÞEGAÞOTUNA NIÐUR 9 menn, 20 til 30 talsins. Nokkrir farþeganna ráku upp fagnaðaróp. Dyrnar fremst á vélinni voru opnaðar. Hár og þrekinn maður sté inn, með loðhúfu á höfði, kuldaskó á fótum, þar á milli í þykkum, ökla- síðum hermannafrakka. Hann sýndi engin svipbrigði, heldur kannaði ástandið; gekk hægt aftur eftir sæta- ganginum. Farþegarnir sáu rauða stjörnu á húfunni, rauða strimla á kraganum. Atriði úr kvikmyndinni um Zivagó lækni þutu um huga Yu Hae-ja. Þetta var ekki Alaska. Þetta var rússneskur liðsforingi! Margir suðurkóreananna um borð voru sannfærðir um, að rússar myndu afhenda þá Norðurkóreönum. næstu klukkustundirnar rifu þeir, svo lítið bar á, vegabréfin sín og bréf að heiman, í von um að þeir gætu þóst vera japanir eða kínverjar. Choi deildarstjóri var með skjöl varðandi byggingastarf — í Suðurkóreu. Hann brenndi þau með hjálp Yu Hae-ja, sem skolaði öskunni niður um klósettið afturí. Loks komu stórar herflutninga- þotur og lentu hjá þeim, en minni þotur andæfðu í loftinu um kring. Sugano var fluttur fyrstur frá borði. En það var of seint; hann lést skömmu síðar á sovéskum spítala. I tvo daga héldu rússar óboðnum gestum sínum í bráðabirgðabúðum í Kem, fiskiplássi 370 km suður af Múrmansk. Loks var látið undan þrýstingi frá sendiráðum bandaríkja- manna og japana í Moskvu og bandarískri leiguflugvél var leyft að sækja þá 95 farþega, sem eftir voru á lífi, ellefu áhafarmeðlimi og lík þeirra tveggja, sem látist höfðu, og flytja til Helsinki. Þar tók önnur þota frá KAL við og lauk ferðinni til Seoul. Eftir átta daga yfirheyrslur í Sovétríkjun- um var flugmanni og loftsiglinga- fræðingi einnig sleppt. ENN ER MÖRGUM alvarlegum og mikilvægum spurningum um flug 902 ósvarað. I fyrsta lagi, hvernig stóð á því, að jafn reynd áhöfn gat lent í annarri eins villu? Og, ef sovéskar jarðstöðvar reyndu í alvöru að hafa samband við kóreönsku þotuna, hvernig getur þá staðið á því, að ekki virðast vera tii neinar segulbands- upptökur af þeim tilraunum? Ennfremur, hvers vegna gerðu sovésku herflugmennirnir ekki bersýnilegri tilraunir til að hafa ein- hvers konar samband við flugmenn Boeingþotunnar, áður en þeir skutu? Rússar hafa ekki sleppt mikil- vægasta sönnunargagninu: Svarta kassanum úr Boeingþotunni — flugskráningartækinu, sem varðveitir á segulböndum allt sem sagt er í flug- klefanum meðan vélin er á lofti. Meðan sovétmenn veita ekki öðrum aðgang að því, sem þar kemur fram, verður öll sagan um þetta sögulega flug aldrei kunn á vesturlöndum. En ef koma skal í veg fyrir að jafnvel enn alvarlegri atvik eigi sér stað, á heimurinn heimtingu á því að rússar veiti öðrum aðgang að þessum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.