Úrval - 01.05.1979, Síða 11
ÞEGAR RÚSSAR SKUTU FERÞEGAÞOTUNA NIÐUR
9
menn, 20 til 30 talsins. Nokkrir
farþeganna ráku upp fagnaðaróp.
Dyrnar fremst á vélinni voru
opnaðar. Hár og þrekinn maður sté
inn, með loðhúfu á höfði, kuldaskó á
fótum, þar á milli í þykkum, ökla-
síðum hermannafrakka. Hann sýndi
engin svipbrigði, heldur kannaði
ástandið; gekk hægt aftur eftir sæta-
ganginum. Farþegarnir sáu rauða
stjörnu á húfunni, rauða strimla á
kraganum. Atriði úr kvikmyndinni
um Zivagó lækni þutu um huga Yu
Hae-ja. Þetta var ekki Alaska. Þetta
var rússneskur liðsforingi!
Margir suðurkóreananna um borð
voru sannfærðir um, að rússar myndu
afhenda þá Norðurkóreönum. næstu
klukkustundirnar rifu þeir, svo lítið
bar á, vegabréfin sín og bréf að
heiman, í von um að þeir gætu þóst
vera japanir eða kínverjar. Choi
deildarstjóri var með skjöl varðandi
byggingastarf — í Suðurkóreu. Hann
brenndi þau með hjálp Yu Hae-ja,
sem skolaði öskunni niður um
klósettið afturí.
Loks komu stórar herflutninga-
þotur og lentu hjá þeim, en minni
þotur andæfðu í loftinu um kring.
Sugano var fluttur fyrstur frá borði.
En það var of seint; hann lést
skömmu síðar á sovéskum spítala.
I tvo daga héldu rússar óboðnum
gestum sínum í bráðabirgðabúðum í
Kem, fiskiplássi 370 km suður af
Múrmansk. Loks var látið undan
þrýstingi frá sendiráðum bandaríkja-
manna og japana í Moskvu og
bandarískri leiguflugvél var leyft að
sækja þá 95 farþega, sem eftir voru á
lífi, ellefu áhafarmeðlimi og lík þeirra
tveggja, sem látist höfðu, og flytja til
Helsinki. Þar tók önnur þota frá KAL
við og lauk ferðinni til Seoul. Eftir
átta daga yfirheyrslur í Sovétríkjun-
um var flugmanni og loftsiglinga-
fræðingi einnig sleppt.
ENN ER MÖRGUM alvarlegum og
mikilvægum spurningum um flug
902 ósvarað. I fyrsta lagi, hvernig stóð
á því, að jafn reynd áhöfn gat lent í
annarri eins villu? Og, ef sovéskar
jarðstöðvar reyndu í alvöru að hafa
samband við kóreönsku þotuna,
hvernig getur þá staðið á því, að ekki
virðast vera tii neinar segulbands-
upptökur af þeim tilraunum?
Ennfremur, hvers vegna gerðu
sovésku herflugmennirnir ekki
bersýnilegri tilraunir til að hafa ein-
hvers konar samband við flugmenn
Boeingþotunnar, áður en þeir skutu?
Rússar hafa ekki sleppt mikil-
vægasta sönnunargagninu: Svarta
kassanum úr Boeingþotunni —
flugskráningartækinu, sem varðveitir
á segulböndum allt sem sagt er í flug-
klefanum meðan vélin er á lofti.
Meðan sovétmenn veita ekki öðrum
aðgang að því, sem þar kemur fram,
verður öll sagan um þetta sögulega
flug aldrei kunn á vesturlöndum. En
ef koma skal í veg fyrir að jafnvel enn
alvarlegri atvik eigi sér stað, á
heimurinn heimtingu á því að rússar
veiti öðrum aðgang að þessum