Úrval - 01.05.1979, Síða 17
15
TVÍBURASYSTURNAR SEM BJUGGU TIL SITTEIGIÐMÁL
meiri ráðgátu. Ýmis svör við þeirri
gátu eru hugsanleg, en engin
afgerandi.
„Við getum ekki útilokað, að
krampaköstin hafi ekki valdið
einhverjum taugatruflunum hjá
þeim,”segir Alexa Romain. ,,En
krampi kemur ekki við sögu almennt
þegar tvíburamál er annars vegar.
Yfirleitt teljum við þó, að tvíburar
séu á eftir einburum hvað snertir
samræmingu hreyfigetu og máis,
vegna þess að umhverflsleg örvun er
minni. ’ ’
Tvo daga í viku halda þær systur
áfram með endurhæfingu sína eftir
skólatíma hjá Talmiðstöðinni. En þar
er ekki einvörðungu stefnt að því að
þjálfa þær í ensku máli, heldur er líka
stefnt að því að auka sjáfstrú þeirra og
öryggi. Talsérfræðingarnir leggja
áherslu á, að þær öðlist trú á að
einkamál þeirra sé „sérstakt” en ekki
„skrýtið”.
Enn um sinn er leyniveröld Grácy
og Ginny lokaður heimur. Þær eru
ófáanlegar til að nota tvíburamál sitt
við aðra. „Þegar við reynum að líkja
eftir þeim og tala við þær á „þeirra”
máli, líta þær á okkur eins og við
séum eitthvað verri,” segir Alexa
Romain. „Þetta er þeirra einkamál,
sem þær eru ófáanlegar að túlka eða
skýra fyrir öðrum. ’ ’
Einhvern tíma má þó vera, að þær
systur verði fáanlegar til að skýra frá
því hvað þær eru að tala um, þar sem
þær horfa á sjálfa sig á myndsegul-
bandi og hlusta. Þá verða þær eins og
Lísa komin til baka frá Undralandi —
þegar þær opna — og kannski
galopna — dyrnar að leyniveröld
sinni. ★
7|V 7jV 7|V 7JV 7]V VJV
Dagblað
án ríkisstyrks