Úrval - 01.05.1979, Page 32
30
nær daglega og afhjúpar nýja þætti í
starfsemi varnarkerfís líkamans.
Nýlega uppgötvuðu lífefnafræðingar
í Moskvu, að gerhvati B5 hefur
„tvöföldu” hlutverki að gegna í
líkamanum og hjálpar frumunum,
þegar P-450 sameindir beina orku
ÚRVAL
sinni að því að berjast gegn
óvininum.
I stuttu máli, bíður vísindamann-
anna mikið starf. En þeir verða að
hafa hraðan á, vegna þess að xenobio-
efnafræðin varðar allt daglegt líf
mannsins. ★
******
Segðu ekki að þú þekkir nokkurn mann fyrr en þú hefur deildt arfí
með honum.
Johann Kaspar Lavater
Ross H. Arnettjr. Líffræðiprófessor í Loudonville N.Y., hefur þá
skoðun að bjöllur séu fullkomnasta sköpunarverkið tii þess að byggja
jörðina. Það eru til 300.000 bjöllutegundir sem er næstum því
fjórðungur allra þekktra tegunda sem eru 1.122.637. Það eru til fleiri
tegundir af bjöllum en plöntum, segir Arnett.
Stærsta skordýr í heimi er Golíatbjallan sem lifir um miðbik
heimsins. Hún er stærri en mús og vængjahafið er næstum því fet.
Bjallan með loðnu vængina, Ptiilidae, sem lifir í sveppum, er
minnsta skordýrið, þó nokkru minni en punkturinn á eftir þessari
setningu.
I hinni fornu Júdeu var siður að planta út sedrusviðartré, þegar
drengur fæddist en furu þegar stúlka fæddist. Þegar fólk gifti sig voru
greinar af þessum báðum trjám notaðar til að flétta úr himinn yfir
þau við brúðkaupsvígsluna.
Reiður gestur á veitingahúsi: ,,Þú segist vera sá sami sem tók á
móti pöntuninni? Ég átti von á miklu eldri manni.
I sjálfum þér finnurðu besta vininn eða versta óvininn.
Enskur málsháttur.
Steinn, sem veltur, safnar ekki mosa, en hann slípast til.
Oiiver Herford.