Úrval - 01.05.1979, Síða 54
52
ÚRVAL
Þessi hrauneðla er ein af sjö eðlu
tegundum Galapagoseyja. Litir
hennar falla svo vel að umhverfinu.
að erfitt er að greina hana, þegar
hún er kyrr.
Albatrossamir standa nákvæman
vörð um eggið sitt, en síðan ungann
frá því hann kemur út og þar til
hann er fleygur.
mannlífi. Herman Melville, höfund-
ur Moby Dick og fleiri bóka, efaðist
um að nokkur staður á jarðríki
jafnaðist á við Galapagoseyjar hvað
eyðileik snerti.
En vegna þessa eyðileiks og vegna
þess að fyrstu mennirnir, sem þangað
slæddust, stöldruðu ekki við lengur
en brýnasta nauðsyn krafði, hafa
eyjarnar orðið að lifandi tilraunastofu
fyrir þróun plantna og dýra, sem á sér
hvergi sinn líka. Það var þangað sem
Charles Darwin, þá 26 ára, slæddist
árið 1835 um borð í rannsóknar-
skipinu HMS Beagle, sem þá var á
heimsreisu. Þær fímm vikur, sem
hann stóð þar við, gerði hann skýrslur
um dýralífið og safnaði sönnunum
sem síðar urðu grundvöllurinn að
hinni umdeildu kenningu hans um
uppruna tegundanna.
Meira en 125 árum síðar stóð
Unesco fyrir stofnun Charles Darwin
rannsóknarstöðvarinnar á Galapagos,
til þess að gera vísindamönnum
hvaðanæva úr heiminum kleift að
fylgjast með þróun lífsins. Um sama
leyti friðlýsti Ecuadorstjórn næstum
90% af flatarmáli eyjanna, sem alls
eru 8 þúsund ferkílómetrar, í því
skyni að geta betur varðveitt líf og
umhverfí þessa sérstæða staðar.
Meðal þeirra dýra, sem þróast hafa
á Galapagos, er eina eðlan, sem lifír
í sjó, og eini skarfurinn, sem ekki
flýgur. Öldu-albatrossinn, sjófugl
með 2,5 metra vænghaf, sem dvelur
fimm mánuði ársins á sjó, ýmist á
flugi eða floti, snýr ár hvert í apríl
aftur til Espanola eyjar, en þar og
hvergi annars staðar í heiminum