Úrval - 01.05.1979, Side 57

Úrval - 01.05.1979, Side 57
UNDRALAND DARWINS 55 þær fjölmargar ævi sína, því þær þykja mjög göður matur. Talið er að hvalfangarar og önnur skip hafi drepið og/eða haft á brott með sér um 300 þúsund skjaldbökur á þeim 400 árum eða þar um bil, sem liðin eru síðan Galapagoseyjar fundust. Þær, sem eftir lifðu, týndu mjög tölunni af völdum framandi dýra- tegunda, sem maðurinn flutti með sér. Svín, hundar, kettir og rottur átu eggin þeirra og ungana, en geitur, asnar og nautgripir kepptu við þær um beitina. Þegar Darwinstöðin var stofnuð um 1860 var aðeins til lífvænlegur skjaldbökustofn á Isa- belaeyju. Vísindamenn við stöðina hafa nú í samvinnu við Þjóðgarða Galapagos hafist handa um að útrýma villtum aðskotadýrum af fyrrgreindu tagi. Samtímis hafa þeir náð lifandi skjald- bökum frá öðrum eyjum þar sem örfáir einstaklingar eru enn eftir, og komið þeim fyrir í gerði stöðvarinnar. Skjaldbökuegg frá öðrum eyjum eru sett x útungunarvélar í sérbyggðri útungunarstöð. Ungunum er síðan haldið í stöðinni í allt að tíu ár, eða þar til skeljarnar eru orðnar nægilega sterkar til að standast árásir villihunda og villisvína. í maí 1977 hafði 300 skjaldbökum verið skilað aftur til sinna réttu eyja. Ætlunin er að halda þessu áfram þar til tegundirnar eru taldar úr hættu á öllum eyjunum. Á flakki okkar um eyjarnar sáum við ýmsar tegundir, sem verið er að bjarga frá tortímingu. Einn daginn klöngruðumst við upp skriðu bak við skjaldbökugerðið, gengum fyrir hraundrang og stóðum þá augliti til auglitis við frænda dínósársins, gul- brúna og hvíta landeðlu af tegund- inni Iguana, rúman meter að lengd, með drekaugga niður eftir hrygg- lengjunni, líklega um 6 kíló á þyngd. Galapagos landiguanan er frá- brugðin meginlandsfrændum sínum að því leyti að þeir eru grennri, iéttari, og fimir að klifra, en Galapagosiguanan grefur sig í jörð og reynir ekki að klifra — og einmitt þetta hefur gert hana að auðveldri bráð villtra hunda, svína og katta. Iguanan var útdauð á stórum svæðum. Nú er líka farið að fjölga henni í gerðum stöðvarinnar og sleppa á sínum upprunalegu svæðum. Á Punta Espinosa sáum við enn einn af duttlungum náttúrunnar — ryðsvartan skarfinn, sem getur ekki flogið. Þegar skarfarnir komu til eyjanna fyrst, voru þeir afbragðs flug- fuglar. Nóg var af fæðu og hættur fáar. Það varð til þess að skarfarnir hættu að fljúga og nú eru vængirnir á þeim aðeins skoplegt ofauk með nokkrum stríðum fjöðrum, sem standa út í loftið af handahófi. Fyrstu mennirnir, sem komu til að setjast að á Galapagos, voru glæpa- menn frá Ecuador, sem árið 1832 var gefinn kostur að velja um útlegð á eyjunum eða gálgann. Fleiri refsi- nýlendur fylgdu í kjölfarið. Svo gerðist það á öðrum og þriðja tug
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.