Úrval - 01.05.1979, Side 68
66
og landið rann undir fætur mína án
þess að ég veitti því athygli. Ég held
að ég hafi komið til Cunyu 27. ágúst.
180. dagur. Heils mánaðar hæga-
gangur. Við beygðum af Canning
Stock við Cunyu og komum loks til
Dalgety Downs sauðfjárræktar-
stöðvarinnar, aðeins 250 km frá
ströndinni. David og Margo
Steadman tóku okkur að sér og hófust
handa um að eyðileggja okkur öll
með dekri.
195. dagur. Lokatörnin. ,,Nú er ei
hugurinn heima!” Loks sé ég glitra á
það, handan við sandöldurnar,
Indlandshafið, leiðarenda.
Undir sólarlag reið ég niður
ströndina og stóð dolfallin yfir fegurð
hafsins. Olfaldarnir voru gáttaðir á
öllu þessu vatni. Þeir gláptu á það,
ÚRVAL
gengu fáein skref en stönsuðu svo
aftur og störðu.
Eftir eina hóglífisviku var mál að
snúa heim aftur. Ég gat ekki tekið
úlfaldana með mér, svo ég skildi þá
— nauðug viljug — eftir í umsjá
tveggja stöðvarstjóra á staðnum.
OFT HEF ÉG verið spurð síðan
þetta var hvað hafi komið mér til að
fara þessa ferð. Ég svara með fáeinum
setningum:
Ég ann auðninni, eyðimörkunum,
og endalausri víðáttu þeirra. Ég ann
því að vera meðal innfæddra og læra
af þeim. Ég ann frelsinu sem felst í
því að vera ein síns liðs, og
þroskanum sem felst í því að tefla á
tvæ hættur.
Augljóst. Segir sig sjálft. Einfalt.
Um hvað er fólkið að fjasa? ★
Fólk, sem reykir maríjúana hefur venjulega fleiri tennur skemmdar,
farnar eða viðgerðar, er hættara við tannsteini og verri tannholds-
bólgum en þeim sem ekki reykja maríjúana, segir I niðurstöðum
rannsókna, sem gerðar hafa verið við Kaliforníuháskóla.
Með samanburði á hópi, sem aldrei eða því sem næst aldrei hafði
neytt maríjúana komst rannsóknarnefndin einnig að því, að þeir sem
ekki neyta maríjuana leita oftar til tannlæknis heldur en þeir, sem
neyta þess.
,,Ekki telja okkur með,” sagði konan við umferðarteljandann.
,,Við komum aftur eftir smástund, þegar maðurinn minn fæst til að
viðurkenna að við séum að villast.”
American Opinion