Úrval - 01.05.1979, Side 75
73
Með stöðugri keppni sinni eftir nýjum löndum, nýrri
þekkingu, hafðiþessi ungi, gríski kóngur varanleg áhrif á
menninguna.
ALEXANDER,
MESTI
SIGURVEGARI
SÖGUNNAR
— Gordon Gaskill —
\ V \V \T/ VT/ Ví/
✓K A\ /U ✓K /K
*r
.'K
\J/
VK
A
'J/ vT/’ v
VIsVKVKv: **4
maí morgni árið 334 fyrir
Krists burð kannaði
ungur konungur lið sitt
Evrópumegin við hið
þrönga Dardanellasund,
áður en hann skipaði mönnum sínum
um borð í skipin, sem biðu. Þegar
fomstuskipið kom upp að ströndinni
Asíumegin, greip hann spjót, varpaði
því upp á ströndina fram undan og
stökk frá borði, fyrstur manna sinna
til að stíga fæti á land.
Með þessari táknrænu athöfn lagði
Alexander mikli upp til að sigra
megnið af hinum þekkta heimi. Það
lá við, að honum heppnaðist það.
Hann var líklega mesti hershöfðingi
sögunnar — dáður, öfundaður, og
síðan hafa næstum öll stórmenni
sögunnar dmkkið í sig þá þekkingu,
sem um hann er að hafa — Sesar,
Hannibal, Napóleon, Montgomery.
Víðsýni hans og fróðleiksfýsn hafa
gefíð honum höfuð og herðar yfir alla
keppinauta sína.
En það er þó aðeins líking, því-