Úrval - 01.05.1979, Qupperneq 80
78
ÚRVAL
var frestað. Hermönnunum var leyft
að ganga í röð þar hjá, sem
konungurinn lá á dánarbeði og
heilsaði þeim — að því er þeir sögðu
síðar — með augnhreyfingum. Einn
hershöfðingjanna laut niður að
honum og spurði í lágum hljóðum:
„Hver á að taka við af þér?”
Konungurinn brosti með erfiðis-
munum og hvíslaði á móti: „Sá
besti.” ★
VJV Y[\ 7T% 7|V
Prestur nokkur hafði fengið orð fyrir góðar stólræður, sem ekki voru
bara áhugavekjandi, heldur einnig óvenjulega stuttar. Hvernig hann
lærði mikilvægi þess að vera stuttorður og gangorður lýsti hann
þannig:
„Það var á sunnudegi og ég var að prédika hjá fyrsta söfnuðinum
mínum. Ég varð svo upptekin af að hlusta á sjálfan mig að ég
athugaði ekki hve fólkið var orðið þreytt, fyrr en lítill drengur, sem
hafði verið að velta sér og iða á fremsta bekk vakti athygli mína. Ég sá
hann toga í ermi móður sinnar og heyrði hann segja hárri röddu, svo
heyra mátti um alla kirkju: „Mamma, ertu viss um að þetta sé eina
leiðin til að komast il himna?”
N.S.
Faðirinn var að versla með lítilli dóttur sinni þegar sú litla togaði
skyndilegaí jakkann hans og sagði: „Ég þarf á klósettið!”
„Bíddu aðeins, ’ ’ sagði faðir hennar.
, ,Ég verð að fara núna! ’ ’ sagði sú litla.
Afgreiðslustúlka, sem vildi forða frá slysi, gaf sig fram og sagði:
„ Allt í lagi, ég skal fara með barnið. ’ ’
Skömmu síðar komu þær aftur. Faðirinn spurði dóttur sína:
„Þakkaðirðu góðu konunni fyrir?”
„Nei, af hverju? Hún þurfti líka.”
B.C.
Tveir kunningjar hittust af tilviljun í bankanum. Nancy leit hissa á
manninn og sagði: „Guð almáttugur Georg, þú ert orðin
bersköllóttur! En leiðinlegt.. En láttu þér fátt um finnast ég las ein-
hversstaðar að menn yrðu sköllóttir vegna þess hve heilinn starfaði
ákaft.”
Georg kinkaði kolli og sagði. ,Já, og ekkert vafamál hversvegna
konum vex ekki skegg. Það er vegna ákafrar starfsemi kjálkanna!
B.F.