Úrval - 01.05.1979, Qupperneq 100

Úrval - 01.05.1979, Qupperneq 100
98 ÚRVAL kjólnum fallega, sem hún varí, hafði hún haft sett af kristalsglösum með sér heim frá Búlgaríu. Nú voru félagar hennar að hella kampavíni í þessi glös, tæma þau og grýta þeim svo í gólfíð að gömlum sið húsara. Með hverju brothljóði stungust kristalsflísar í hjarta hennar. Mig langaði að taka hana í fangið. Þess í stað fórum við út að ganga. Eg var beggja blands yfir því hve mjög ég hafði hrifist af þessari sveita- telpu, sem líklega var „sovéskari” en meira að segja Líja og hæfði mér engan veginn. En hún kinkaði kolli þegar ég fór að tala um íhaldssemina hjá Kírof. Árum saman höfðu dansmeyjar þaggað niður í mér um leið og ég hafði bryddað á þessu umræðuefni. En ég sá ekki betur en Galja skildi mig. Langaði hana að ferðast utanlands? spurði ég. „Ö, já.” Fannst henni ferðahömlurnar skynsamlegar? „Ekkert af þessari vitleysu er skynsamlegt. Ég á 30 ár af Svanavatni framundan. Ég áfellist þig ekki — mig hefúr í mörg ár langað að komast burt.” ,,En þú ert nýbúin að vinna mikils- verðan sigur — í þann veginn að hefja glæsilegan feril. ’ ’ ,,Ég kann ekki við mig hér. Ekkert erfallegt hér.” Næstum allir — allar — aðrir sem hefðu unnið gullverðlaun í Varna hefðu séð lífið frá sjónarhóli hinna útvöldu — séð forréttindin sem fram undan væru. Ferðalagið hafði haft þveröfug áhrif á Gölju. Dansfélagi hennar hafði verið erlendis áður og kunni að haga sér. Hann hafði skilið helminginn af því, sem hann keypti I Búlgaríu, eftir í Minningarráðuneyt- inu handa ráðamönnunum sem höfðu sent hann — og þar kynntist Galja spillingunni á þessu þrepi sovéskrar menningar. Þegar hún dró upp vasaklút, féll úrklippa upp úr töskunni hennar. Þetta var gömul grein um ballett sem ég dansaði aðalhlutverkið í. Túlkun mín á hlutverkinu hafði komið af stað óánægju hennar með ballett sem takmarkaði sig við ljúfar dísir sem svifu um í tunglsljósi. Hún hafði safnað öllu sem um mig hafði verið skrifað. Bak hennar var beint eins og á stúlku í klausturskóla, og ég sá að eitthvað togaðist á í huga hennar. Svo tók hún djarfa ákvörðun og kom til mín. ,,Ég veit, að þér getur ekki þótt til um mig, Valerý Matveievitsj. Sjálfsagt finnst þér þetta kjánalegt, en . . .” Kossinn var eins og ljúfur blær stryki vanga minn. Við gengum í hjónaband 1970, þegar ég hafði fengið skilnað. Panovhjónin í hlutverkum. sínum í ballettinum ,,Le Corsaire'' — Sjórceninginn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.