Úrval - 01.05.1979, Side 106

Úrval - 01.05.1979, Side 106
104 ÚRVAL varamaður var tiltækur og fremur en fella ballettinn niður leyfði skrifstofu- veldið að ég dansaði í þetta eina, síðasta sinn. Hátt settir félagar úr flokknum og KGB stjórnarmenn fylltu áhorfenda- bekkina þetta kvöld. Þeir komu til þess að hneykslast í eigin persónu yflr dansara sem var að vanvirða sovéska list. En annar hluti áhorfenda skynaði að hann myndi aldrei sjá mig á sviði framar og þótti það vera hneykslið. Samverkun kerfisliðsins sem bældi niður reiði sína og aðdáendanna, sem bældu niður sorg sína, myndaði sér- kennilega rafmagnað loft. Þetta rafmagnaða loft barst til mín þar sem ég beið undir sviðinu, þaðan sem Djöfullinn kemur fyrst í ljós. Uppi yfir mér loguðu vltiseldar sviðs- ljósanna. Lítil lyfta lyfti mér upp gegnum lúguna, sem Djöflinum var ætluð. Akafara lófatak en ég hafði áður fengið fyllti Kírofleikhúsið. Þegar það spurðist út, að þetta væri svanasöngur minn í sovéskum ballett hafði fólk þotið til að kaupa blóma- vendina sem vaninn er að færa eftir- lætislistamönnum í Kírof þegar þeir koma fram eftir hvern þátt. Rachinskí gat ekkert gert til að bæla niður lófa- takið, en hann greip til róttækra ráðstafana til þess að andsovésk rotta gæti ekki þegið sýnilega sönnun um almenna virðingu. Ég fékk aldrei að koma fram og hneygja mig einn sér eftir annan þátt. En kraftaverk áttu sér stað engu að síður. Ég kom sjálfum mér á óvart. Ég fann að þetta var næstum örugglega í síðasta sinn sem ég kæmi fram í Sovétríkjunum. Eg fann til þakklætis fyrir liðinn tíma og fann væntum- þykjuna vella fram í mér. Ég stökk hærra en nokkru sinni fyrr, sneri mér oftar í loftinu heldur en á æflngunum. Svona vildi ég að mín yrði minnst; svona vildi ég minnast þess sem rússneksur ballett hafði geflð mér. Og þegar tjaldið féll I síðasta sinn, ætiaði allt um koll að keyra. Við Galja vorum ein í búningsklefa mínum þegar dyrunum var hrundið upp og blómafjallinu, sem haldið hafði verið þar sem almenningur gat ekki séð það, var kastað inn á gólf. „Hugsaðu þér bara,” hvíslaði Galja, „allir leikhúsgestirnir vissu það! ’ ’ En það sem ég hugsaði var að við hefðum aðeins fengið ofurlítinn forsmekk af því sem koma skyldi. Það, hve auðveldlega leikhúsið varpaði hátíðlegum erfðavenjum sínum fyrir róða til þess að veita okkur ofurlitla ráðningu sýndi hvað hin volduga rfkismaskína gat gert okkur „óvinunum”. En þetta datt Gölju ekki í hug. I hundraðasta sinn á okkar fáu samvistarárum róaði sakleysi hennar mig. Það var sama hvaða stefnu baráttan myndi taka, hún yrði léttbærari með Gölju að félaga. Á komandi árum bjargaði það mér aftur og aftur að heyra hana segja: „Leyfum þeim að segja um okkur
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.