Úrval - 01.05.1979, Blaðsíða 111
DANS HÖRMUNGA — DANS VONA
109
eftir aðeins tíu daga. Pólitlskir fangar
sátu inni í 10-15 ár. Morguninn eftir
að mér var sleppt var okkur tilkynnt
að aðrir tíu dagar biðu mín nema ég
borgaði tíu rúblur fyrir ,,fæði og
húsnæði” í Stóra Húsinu.
Komandi vikur hagaði ég mér eins
og dýr á flótta, þorði ekki að fara út
af ótta við annað atvik á borð við
þetta gerðist, leitaði í felur í hvert
sinn sem einhver nálgaðist dyrnar hjá
okkur.
/ umsát
Rithöfundar í ónáð gátu haldið
áfram að starfa, meira að segja ,,gefið
út” verk sín í samitsdat, neðanjarðar-
blöðunum. Útskúfaðir mynd-
listarmenn gátu fundið gagnrýn-
endur og viðskiptavini 1 útlendinga-
samfélaginu í Moskvu. En sviðs-
listamaður hefur ekkert nema sviðið.
Að minnsta kosti verður dansari að
geta æft sig. Fitulag var nú að setjast á
mig eftir fangelsishorinn. Vöðvarnir
fóru slaknandi. Ég setti mér
tímamörk: Ef ég væri ekki kominn frá
Rússlandi í síðasta lagi í júlí væri ég
búinn að vera; þeir hefðu sigrað.
Agúst leið. Þegar leikhússtörnin
komst 1 fullan gang um haustið, var
farið að hóta mér brottrekstri frá
Leníngrað. Senda mátti hvern þann
til að höggva skóg í Síberíu, sem
hafði verið atvinnulaus í þrjá mánuði.
Lögin kváðu einnig svo á, að
atvinnulausum sérfræðingum skyldi
búin starfsaðstaða á þeirra sviði, en
lögregluforingjarnir sem kölluðu mig
til að hóta mér hlógu, þegar ég benti
þeim á þetta. ,,Hvers vegna að tála
tæpitungu?” spurði einn þeirra. ,,Þú
munt aldrei framar dansa.
Svo tók maður nokkur áhættu,
með því skilyrði að nafn mitt yrði
ekki gefið upp. Nokkrir kabarettar
höfðu opnað nýlega í baltneskum
veitingahúsum. Þeir kölluðu sig
næturklúbba, sem út af fyrir sig var
nóg til að safna biðröðum við
miðasölurnar. Framkvæmdastjórinn
við eitt af Vilniushúsunum hafði
dansað með mér í Malí. Hann réði
mig til að gera dagskrána hjá sér.
Ég samdi dans við sígaunatema og
annan við eitt af lögum Rolling
Stones. Nafn mitt kom hvergi nærri,
og þessir dansar unnu fyrstu verðlaun
þegar dæmt var milli skemmti-
atriðanna um vorið. En starfíð mitt
gufaði upp fyrir frumsýningu. Þegar
KGB komst að leyndarmálin, drógu
fjórir KGB menn vin minn inn á
klósett í veitingahúsinu hans og
börðu hann til óbóta. Ég gat ekki gert
neinum þetta framar.
Næsta haust vorum við svo fátæk
að matur var daglegt vandamál. Hver
hlutur, sem við seldum úr íbúðinni,
sá okkur fyrir naðsynlegum mat-
vörum, að viðbættum salamípylsun-
um, sem Alek sendi okkur frá
Vilníus.
Erlendar blaðagreinar sem sögðu
frá fangelsun minni vom okkur í senn
bæði nokkur huggun og vörn. Vinur
okkar hafði komið fréttum af okkur á
framfæri við erlenda fréttaritara í