Úrval - 01.05.1979, Side 116
114
ÚRVAL
sinn horfði hún beint ofan í orma-
gryfju sovéskrar stjórnunar. Hún varð
gagntekin skelfingu. Læknarnir
sögðu að áfallið hefði orsakað slæma
blæðingu. Þeir gátu ekki bjargað
barninu.
Þegar ég kom til hennar, reyndi
hún að tauta að þetta væri „ekkert,”
en hún var slegin og veikburða. Hún
leit beintí augu mér: „Sérðu núna?”
spurðihún. „Það erengin von.”
Ég gat ekkert sagt. Ég gat ekkert
gert nema fara og kaupa eitthvað
fallegt handa henni.
Þegar ég stóð við borðið í
gjaldeyrisversluninni 1 Vilnius, sneri
sér að mér maður — greinilega KGB
maður — og bað mig að koma í
símann. Hátt settur maður í
símanum sagði mér að koma þegar 1
stað til Innanríkisráðuneytisins til að
taka við „brottfararleyfi fyrir þig og
konu þína.”
Ég flýtti mér aftur til Gölju með
besta hugsanlegt lyf handa henni:
„Þeir eru búnir að veita okkur leyfið.
Við megum fa.u.Ba'ð/.
Tár og sigur
Ég flaug til Leníngrað. Það tók
venjulega mánuð að fá öll nauðsynleg
útflutningsleyfi — frá lögreglu,
heryfirvöldum, húsaleiguyfirvöldum,
afborgunaryfirvöldum (til að votta að
við skulduðum ekkert fyrir
kæliskápinn). Við fengum aðeins þrjá
daga.
Fréttamaður BBC var svo
vingjarnlegur að spyrja okkur hvort
okkur langaði að skoða Leníngrað að
skilnaði. Galja var of lasburða, en
einhver ytri orka hélt mér gangandi.
Gegnt Vetrarhöllinni skiptir
Vassillévskí eyja Nevu í tvennt. Ég
steig út úr bílnum, gekk niður að
ánni og vætti andlitið í köldu
vatninu. Svo þeystum við um
andríkustu menningarstræti borgar-
innar, fram hjá húsi Púskins við
Mojkaá, framhjá dostójéfsku
görðunum sem eru gegnsósa af
rússneskum banvænleika.
Síðast námum við staðar þar sem
næturhugleiðingar mínar á erfiðleika-
rímunum í Kírof höfðu alltaf endað.
Virki Péturs og Páls gefur útsýn yfir
hina gullnu miðborg Leníngraðs. Ég
horfði á glæstan arkítektúrinn og
fann þá hugljómun, sem hann hafði
svo oft gefið. Ég kvaddi marga mína
glæstustu drauma og hugsana. Ég
vissi að ég myndi aldrei líta Rússland
augum framar. Ég varð að drekka í
mig hið besta frá þessu landi á þessari
stundu. Eg varð að byrgja mig upp af
minningum um hið stórbrotna og hið
dapra.
Á FLUGVELLINUM, 14. júní 1974,
lyftu vinir okkar, sem höfðu tekið þá
áhættu að fylgja okkur, glösum og
árnuðu okkur fararheilla, allir í þeirri
vissu að við myndum ekki hittast
framar. Ég reyndi að finna viðbrögð
mín, en einkennilegt þunglyndi
aðskildi það sem ég sá og það sem ég
fann. Eg átti of mörgum of margt að