Úrval - 01.05.1979, Side 124

Úrval - 01.05.1979, Side 124
122 ÚRVAL sól yfir snjóþöktum sléttum og skógum hnippti veiðimaðurinn í öxlina á Júrkin og benti niður: í skugganum af bröttum gilbarmi lá afar stór úlfur í leyni. Það var varúlfurinn. Vjatsovoj kraup þegar við hliðar- glugga flugvélarinnar með byssu sína. Þá stökk úlfurinn alit í einu út úr skugganum og hljóp í krókum niður í gilið. Vjatsovoj missti marks í fyrsta skoti, Þegar flugmaðurinn hafði sveigt flugvélina í krappan hring, var úlfurinn kominn að enda gilsins og um það bil að hverfa inn í skóginn. Hinni hægfleygu Po-2 tókst naumlega að draga hann uppi. Vjatsovoj miðaði aftur og missti enn marks. Það var í fyrsta sinn, sem það hafði gerst á margra ára veiðimanns- ferli Vjatsovoj. Þeir ákváðu að snúa heim. Gæfan var þeim greinilega ekki hliðholl þennan daginn. Óiíkt flestum villidýrum halda úlfar sig ekki við ákveðin svæði. Þeir eru stöðugt á ferðinni líkt og þjófar, og þess vegna er sagt að úlfurinn eigi „fótum sínum fæðu að launa.” Morguninn eftir fundu Júrkin og Vjatsovoj varúlfinn á allt öðrum stað — á ísilögðu fljóti um það bil tvo kílómetra frá þorpi, þar sem hann hafði nýstolið kind. Varúlfurinn snæddi morgunverð ásamt kvenúlf- inum og hvolpum sínum og reif hræið kröftuglega í tætlur. Jafnskjótt og skugga flugvélarinnar bar yfir fljótið, stukku úlfynjan og hvolparnir í átt til skógarjaðarins. En grái ræninginn lyfti aðeins höfði andartak, rétt til þess að bera kennsl á flugvélina og hina slyppifengu veiði- menn (Júrkin sagðist geta svarið þetta!) og sneri sér síðan fyrirlitlega undan. Síðan hélt hann áfram að rífa í sig ránsfenginn alveg ótruflaður. Flugmaðurinn lækkaði flugið þar til skíðin nálega sleiktu frosna hóla snævi þakinnar sléttunnar. Þegar þeir komu í skotmál, skaut Vjatsovoj. Hann gat vart hafa misst marks í þetta sinn, en . . . úlfurinn reis ósærður upp frá hálfétinni kindinni og starði í augu veiðimannsins. ,,Hvað er þetta, hann virðist haldinn gerningum!” hrópaði Vjatsovoj í örvæntingu og lamdi hnefanum í byssuskeftið. „Afram, fljúgum að honum einu sinni enn!” í annarri atrennu gerðist nokkuð mjög ótrúlegt. Dýrið hnipraði sig saman andartak en stökk síðan og sló út í loftið í áttina til flugvélarinnar, sem stefndi á það. Það gerði árás! Ef Júrkin hefði ekki gripið um stýrið og lyft vélinni, hefði úlfurinn orðið fyrir skrúfublöðunum og farið í tætlur. Á meðan flugmaðurinn var að jafna sig eftir þetta, labbaði varúlfur- inn í hægðum sínum í átt til skógar- jaðarinsins, sem úlfynjan og hvolparnir vom horfin inn í. Að hans dómi hafði hann borið hærra hlut í átökunum og maðurinn hlaut að snauta burt. Vjatsovoj, sem var fölur af reiði og muldraði eitthvað í barm sér, tókst
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.