Úrval - 01.05.1979, Side 124
122
ÚRVAL
sól yfir snjóþöktum sléttum og
skógum hnippti veiðimaðurinn í
öxlina á Júrkin og benti niður: í
skugganum af bröttum gilbarmi lá
afar stór úlfur í leyni. Það var
varúlfurinn.
Vjatsovoj kraup þegar við hliðar-
glugga flugvélarinnar með byssu sína.
Þá stökk úlfurinn alit í einu út úr
skugganum og hljóp í krókum niður í
gilið.
Vjatsovoj missti marks í fyrsta
skoti, Þegar flugmaðurinn hafði
sveigt flugvélina í krappan hring, var
úlfurinn kominn að enda gilsins og
um það bil að hverfa inn í skóginn.
Hinni hægfleygu Po-2 tókst
naumlega að draga hann uppi.
Vjatsovoj miðaði aftur og missti enn
marks. Það var í fyrsta sinn, sem það
hafði gerst á margra ára veiðimanns-
ferli Vjatsovoj. Þeir ákváðu að snúa
heim. Gæfan var þeim greinilega
ekki hliðholl þennan daginn.
Óiíkt flestum villidýrum halda
úlfar sig ekki við ákveðin svæði. Þeir
eru stöðugt á ferðinni líkt og þjófar,
og þess vegna er sagt að úlfurinn eigi
„fótum sínum fæðu að launa.”
Morguninn eftir fundu Júrkin og
Vjatsovoj varúlfinn á allt öðrum stað
— á ísilögðu fljóti um það bil tvo
kílómetra frá þorpi, þar sem hann
hafði nýstolið kind. Varúlfurinn
snæddi morgunverð ásamt kvenúlf-
inum og hvolpum sínum og reif
hræið kröftuglega í tætlur.
Jafnskjótt og skugga flugvélarinnar
bar yfir fljótið, stukku úlfynjan og
hvolparnir í átt til skógarjaðarins. En
grái ræninginn lyfti aðeins höfði
andartak, rétt til þess að bera kennsl á
flugvélina og hina slyppifengu veiði-
menn (Júrkin sagðist geta svarið
þetta!) og sneri sér síðan fyrirlitlega
undan. Síðan hélt hann áfram að rífa
í sig ránsfenginn alveg ótruflaður.
Flugmaðurinn lækkaði flugið þar
til skíðin nálega sleiktu frosna hóla
snævi þakinnar sléttunnar. Þegar þeir
komu í skotmál, skaut Vjatsovoj.
Hann gat vart hafa misst marks í
þetta sinn, en . . . úlfurinn reis
ósærður upp frá hálfétinni kindinni
og starði í augu veiðimannsins.
,,Hvað er þetta, hann virðist
haldinn gerningum!” hrópaði
Vjatsovoj í örvæntingu og lamdi
hnefanum í byssuskeftið. „Afram,
fljúgum að honum einu sinni enn!”
í annarri atrennu gerðist nokkuð
mjög ótrúlegt. Dýrið hnipraði sig
saman andartak en stökk síðan og sló
út í loftið í áttina til flugvélarinnar,
sem stefndi á það. Það gerði árás! Ef
Júrkin hefði ekki gripið um stýrið og
lyft vélinni, hefði úlfurinn orðið fyrir
skrúfublöðunum og farið í tætlur.
Á meðan flugmaðurinn var að
jafna sig eftir þetta, labbaði varúlfur-
inn í hægðum sínum í átt til skógar-
jaðarinsins, sem úlfynjan og
hvolparnir vom horfin inn í. Að hans
dómi hafði hann borið hærra hlut í
átökunum og maðurinn hlaut að
snauta burt.
Vjatsovoj, sem var fölur af reiði og
muldraði eitthvað í barm sér, tókst