Úrval - 01.08.1982, Side 3

Úrval - 01.08.1982, Side 3
1 8. hefti 41. ár Úrval Ágúst 1982 Um þessar mundir verður ekki betur séð en þessi þjóð rambi á barmi fjár- hagslegrar glötunar. Verðbólgan er komin á góðan skrið sem fyrri daginn og landsfeður koma fram í fjölmiðlum og tala af miklum ábyrgðarþunga um hvað gera þurfi og hvað gera skuli og að þegnarnir með breiðu bökin verði einfald- lega að herða beltin. Það er nefnilega svo að sjá sem það sé refsivert athæfi að hafa „breitt bak” í þessum skilningi. Það er svo merkilegt að þegar illa gengur er alltaf einblínt á tvennt sem á að vera allsherjarskaði samfélagsins. Annars vegar eru það launin sem hafa verið spennt of hátt — hvað sem það nú þýðir, því fæstir launþegar hafa nema það sem þeir rétt komast af með, og það því aðeins að tveir forsvarsmenn fjölskyldu vinni fyrir henni. Hins vegar eru það sólarlandaferðirnar sem éta upp gjald- eyrisforða þjóðarinnar. Það er út af fyrir sig jafnmikið kjaftæði. Það er tiltölu- lega lítill skerfur af gjaldeyrinum sem þær éta upp — og varla einu sinni sá hluti sem skilar sér aftur frá erlendum ferðamönnum sem hingað sækja. Það sem verst fer með gjaldeyrishag okkar er hið botnlausa frjálsræði. Ég hef áður minnst á þá furðulegu ráðstöfun að leyfa innflutning á blómum og hvers konat gróðri sem jafnauðvelt er að rækta innanlands og gæti einmitt komið 1 staðinn fyrir allt of mikla sauðfjárrækt. Þó tekur nú steininn úr þegar 1 Ijós kemur að við flytjum líka inn mold á þessi blessuð blóm! Mold er þó nokkuð sem við eigum hér í býsna ríkum mæli. Önnur innkaup erlendis frá eru mörg hver jafnfáránleg. Neysluþjóðfélagið spákaupir allan skrattann og allur skrattinn virðist seljast. Það er skefjalaus vitleysa sem fer með gjaldeyrishaginn. Þessu verður að stjórna á einhvern hátt ef einhvern tíma á að verða von til þess að við getum hrist af okkur eymdargaulið um að allt sé að fara á kúpuna — eymdargaulið sem hvinið hefur í eyrum þjóðarinnar frá því að undirritaður man fyrst eftirsér. Ég hef sagt það áður og segi það enn: Frelsi — verslunarfrelsi eða hvaða frelsi annað sem er — verður að hafa sín takmörk, annars endar það með stjórnleysi og upplausn. Ritstjóri. Kápumyndin: Um þessar mundir skartar náttúran sínu fegursta. Garðar standa í blóma og allt er fegrað og snyrt. Einn fallegasti kirkjustaður í nágrenni Reykjavíkur er Lága- fell. Þaðan er myndin á kápunni að þessu sinni.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.