Úrval - 01.08.1982, Side 4
2
ÚRVAL
Yfirmaður sovésku samyrkju-
búanna var stjórnandi fundar sem
fjallaði um uppskeru ársins. ,,Upp-
skeran var léleg,” sagði hann. ,,Við
höfum ekki nægar vélar og fólk
þyrpist úr sveitunum til borganna. En
missið ekki móðinn, félagar.
Kommúnisminn er á réttri leið og sá
dagur kemur að við stjórnum
heiminum.”
Þá heyrðist rödd frá áheyrendum:
, ,En hver selur okkur þá hveiti ? ’ ’
— I.T.
Kjarklítill maður með tannpínu
fór til tannlæknisins. Til að róa
sjúklinginn bauð tannlæknirinn hon-
um viskílögg. Maðurinn fékk sér
nokkra sopa og síðan dálítið í viðbót.
,,Jæja,” sagði tannlæknirinn. ,,Er
hugrekkið komið?”
,Jahá,” svaraði sjúklingurinn.
,,Nú vil ég sjá framan í þann sem
þorir að snerta við tönninni í mér.
í þá daga þegar kaþólikkar máttu
ekki neyta kjöts á föstudögum flutti
mótmælandi í hveríi þar sem
einungis bjuggu kaþólikkar. Á
hverjum föstudegi grillaði hann sér
stóra safaríka steik svo að ilminn lagði
um allt hverfið. Að lokum stóðust ná-
grannar hans ekki mátið. Þeir marsér-
uðu heim til hans og hættu ekki fyrr
en þeir höfðu sannfært hann um að
hann yrði að gerast kaþólikki.
Mánuði síðar var mótmælandinn
mættur í kirkju til að láta skírast.
Presturinn jós hann vatni og sagði:
,,Þú ert fæddur mótmælandi, þú
varst alinn upp sem mótmælandi en
nú ertu kaþólikki.”
Næsta föstudag hélt trú-
skiptingurinn sínum upptekna hætti
og grillaði stóra og safaríka steik.
Ilminn lagði um allt nágrennið. Ná-
grannarnir brugðust illa við og storm-
uðu yfir til hans til að segja honum að
þetta væri kaþólik'-.um ekki leyfilegt.
Þegar þeir komu í garð hans sáu þeir
hann kankvísan á svip ausa dálitlu
vatni á steikina um leið og hann
sagði: ,,Þú ert fæddur naut, þú ert
alinn upp sem naut en nú ertu
fiskur.”
„Segðu mér eitt, Tommi,” sagði
maður nokkur við kunningja sinn.
„Hvernig hefur tekist til með vatns-
rúmið sem þú keyptir til að krydda
hjónabandið?”
,,Þú getur sjálfur dæmt um það
eftir nafninu, sem ég hef gefið því,”
sagði Tommi.
„Hvað kallarðu það?”
„Dauðahafið. ”