Úrval - 01.08.1982, Síða 11

Úrval - 01.08.1982, Síða 11
KUWAITER MÍDAS ARABARÍKJANNA 9 að vera helmingi hærri en þjóðar- tekjur á mann í Bandaríkjunum. Þeir sem njóta nú góðs af einhverju einstæðasta velmegunarhappi sögunnar eru hógværir afkomendur bedúínahirðingja, verslunarmanna, sjómanna og perluveiðara. Þeir uppgötvuðu að í landi þeirra voru gífurlegar olíuauðlindir. Kuwait er fremst meðal jafningja innan OPEC- samtakanna vegna olíuauðlinda sinna og gífurlegs efnahagslegs valds sem nær yfír þveran og endilangan hnött- inn. Ríkið hefur á liðnum árum fjár- fest andvirði 45 milljarða dollara og getur hæglega greitt verðbréfamörk- uðum í Vesturheimi feiknahögg. Margar alþjóða fyrirtækjasamsteypur yrðu illa úti ef Kuwait nyti ekki við. I Kuwait ríkir ströng múhameðs- trú, einlæg íhaldssemi og óbifanleg peningahyggia. Olíugróðinn hefur jafnvel haft áhrif á hinn aumasta fyrr- verandi kameldýrahirðingja. Al- Sabah-fjölskyldan, sem ræður ríkjum í Kuwait, stjórnar af framsýni og fyrirhyggju og hefur þannig byggt upp velferðarríki sem miðlar af nægtum sínum til hvers þegns frá vöggu hans til grafar. Menntun og heilsugæsla er ókeypis. Fæði og húsnæði er niður- greitt af ríkinu. Sérhverjum Kuwait- búa er tryggt vel launað starf og hann nýtur eftirlauna í samræmi við launin. Bensín kostar 75 aura lítrinn. Símaþjónustan er ókeypis. Og best af öllu er auðvitað að enginn borgar skatta. Höfuðborgin í Kuwait er í miðri eyðimörkinni, 130 ferkílómetrar að flatarmáli. Borgin er öll með nútíma- sniði. Þar eru breiðgötur með pálma- trjám beggja vegna, gróðursælir garðar, háhýsi í nýjasta stíl og odd- mjóir litlir turnar á einum 500 moskum. Á ferð minni í Kuwait nýlega sá ég þarlendar konur bregða sér úr hinum hefðbundnu svörtu abaya skrautklæðurn og opinbera Lanvin eða Kenzo tískuklæði, sem þær báru innan undir, um leið og þær byrjuðu að prútta við ítalskan gullsmið eða svissneskan úrsala sem höfðu komið til landsins í viðskipta- erindum. Verðbólgan í Kuwait er innan við tíu prósent svo verslun og viðskipti dafna ágætlega. Kuwait-búar eru að mörgu leyti sannir synir eyðimerkurinnar. Þeir eru hávaxnir og hvassnefjaðir, hag- sýnir og láta sér ekki allt fyrir brjósti brenna, ljómandi gestrisnir og ennþá í mörgu börn sinna fyrri tíma, og eru stoltir af. Saga þjóðarinnar hefst snemma á átjándu öld þegar bedúrnaættin Sabah flúði undan hræðilegum þurrkum ofar í landinu, settist að á skaga við flóann og byggði sér þar lítið vígi, svonefnt kut (Kuwait þýðir einmitt lítið vígi). Þegar árið 1756 útnefndi Sabah- ættin fyrsta höfðingja sinn, Sabah bin Jaber fursta, og afkomendur hans hafa ráðið ríkjum allt til þessa dags. Kuwait dafnaði vel — ekki síst vegna góðra hafnarskilyrða og þess að þarna var að finna drykkjarvatn. Áður
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.