Úrval - 01.08.1982, Síða 11
KUWAITER MÍDAS ARABARÍKJANNA
9
að vera helmingi hærri en þjóðar-
tekjur á mann í Bandaríkjunum.
Þeir sem njóta nú góðs af einhverju
einstæðasta velmegunarhappi
sögunnar eru hógværir afkomendur
bedúínahirðingja, verslunarmanna,
sjómanna og perluveiðara. Þeir
uppgötvuðu að í landi þeirra voru
gífurlegar olíuauðlindir. Kuwait er
fremst meðal jafningja innan OPEC-
samtakanna vegna olíuauðlinda sinna
og gífurlegs efnahagslegs valds sem
nær yfír þveran og endilangan hnött-
inn. Ríkið hefur á liðnum árum fjár-
fest andvirði 45 milljarða dollara og
getur hæglega greitt verðbréfamörk-
uðum í Vesturheimi feiknahögg.
Margar alþjóða fyrirtækjasamsteypur
yrðu illa úti ef Kuwait nyti ekki við.
I Kuwait ríkir ströng múhameðs-
trú, einlæg íhaldssemi og óbifanleg
peningahyggia. Olíugróðinn hefur
jafnvel haft áhrif á hinn aumasta fyrr-
verandi kameldýrahirðingja. Al-
Sabah-fjölskyldan, sem ræður ríkjum
í Kuwait, stjórnar af framsýni og
fyrirhyggju og hefur þannig byggt
upp velferðarríki sem miðlar af
nægtum sínum til hvers þegns frá
vöggu hans til grafar.
Menntun og heilsugæsla er
ókeypis. Fæði og húsnæði er niður-
greitt af ríkinu. Sérhverjum Kuwait-
búa er tryggt vel launað starf og hann
nýtur eftirlauna í samræmi við
launin. Bensín kostar 75 aura lítrinn.
Símaþjónustan er ókeypis. Og best af
öllu er auðvitað að enginn borgar
skatta.
Höfuðborgin í Kuwait er í miðri
eyðimörkinni, 130 ferkílómetrar að
flatarmáli. Borgin er öll með nútíma-
sniði. Þar eru breiðgötur með pálma-
trjám beggja vegna, gróðursælir
garðar, háhýsi í nýjasta stíl og odd-
mjóir litlir turnar á einum 500
moskum. Á ferð minni í Kuwait
nýlega sá ég þarlendar konur bregða
sér úr hinum hefðbundnu svörtu
abaya skrautklæðurn og opinbera
Lanvin eða Kenzo tískuklæði, sem
þær báru innan undir, um leið og
þær byrjuðu að prútta við ítalskan
gullsmið eða svissneskan úrsala sem
höfðu komið til landsins í viðskipta-
erindum. Verðbólgan í Kuwait er
innan við tíu prósent svo verslun og
viðskipti dafna ágætlega.
Kuwait-búar eru að mörgu leyti
sannir synir eyðimerkurinnar. Þeir
eru hávaxnir og hvassnefjaðir, hag-
sýnir og láta sér ekki allt fyrir brjósti
brenna, ljómandi gestrisnir og ennþá
í mörgu börn sinna fyrri tíma, og eru
stoltir af. Saga þjóðarinnar hefst
snemma á átjándu öld þegar
bedúrnaættin Sabah flúði undan
hræðilegum þurrkum ofar í landinu,
settist að á skaga við flóann og byggði
sér þar lítið vígi, svonefnt kut
(Kuwait þýðir einmitt lítið vígi).
Þegar árið 1756 útnefndi Sabah-
ættin fyrsta höfðingja sinn, Sabah bin
Jaber fursta, og afkomendur hans
hafa ráðið ríkjum allt til þessa dags.
Kuwait dafnaði vel — ekki síst
vegna góðra hafnarskilyrða og þess að
þarna var að finna drykkjarvatn. Áður