Úrval - 01.08.1982, Page 19
17
Salnikov er aðeins 22ja ára en þegar einn athyglisverðasti
sundmaður heims. Hér kynnumst við ferli hans og
viðhorfum.
Heimsmet er
ekki allt
— Alexander Klats —
vKSBKs&SK æði fyrsta og annan dag
*
*
-x
>k
B
(K landskeppninnar í sundi
milli Sovétríkjanna og
Austur-Þýskalands
iK'vjíiK'vK'VK klæddist Vladimir Salni-
kov, 22ja ára stúdent frá Leningrad,
hlýjum sloppi, ullarvettlingum og
sundhettu, allt þar til dómarinn kall-
aði á keppendur að taka sér stöðu.
Hann gerir þetta alltaf, þegar
hann finnur að hann býr yfir styrk og
orku til þess að setja met, og varðveit-
ir því hvort tveggja eins og hann get-
ur allt til síðustu sekúndu. Og í hvor-
ugt fyrrnefnt skipti hélt ólympíusig-
urvegarinn frá 1980 sér heitum án
árangurs.
Vladimir Salnikov á nú öll þrjú
heimsmetin í sundi með frjálsri að-
ferð sem skráð eru hjá Alþjóða sund-
sambandinu (FINA): 400 m — 3
mín. 49,37 sek, 800 m — 7 mín. 52,
83 sek. og 1500 m — 14 mín. 56,35
sek. I 1500 m sundinu hefur Vladimir
verið ósigrandi síðastliðin fjögur ár og
jafnan sigrað með miklum yfir-
burðum.
Þjálfari methafans, Igor Kosjkin,
segir að byrjunarþátttaka Salnikovs í
íþróttum hafi verið lítt frábrugðin því