Úrval - 01.08.1982, Page 21
HEIMSMETER EKKIALLT
19
starfi er ekki reynsla eða þekking á
nútímaþjálfunaraðferðum, heldur
hugkvæmni. Þegar hún tapast get-
urðu alveg eins sagt ,,búið”, sagði
Kosjkin við mig og hélt áfram:
„Hvað Salnikov áhrærir ætti hann
að halda áfram að bæta árangur sinn í
nokkur ár enn. Samsvörun tauga- og
vöðvaorku hans er einstök og starfs-
hæfni líkama hans er afbragð. Svo
lengi sem þessi samsvörun helst mun
honum halda áfram að fara fram. Það
er erfitt að segja neitt ákveðnara um
þetta þar sem Vladimir hefur sigrað
aðra sundmenn með miklum mun.
Ég man ekki eftir svipuðu tilfelli í
sundsögunni.”
Salnikov á sér aðra drauma en fleiri
sigra í sundinu. Hann sagði mér frá
þeim:
,,Þótt íþróttaferli mínum sé langt í
frá lokið,” sagði hann, „hugsa ég oft
um hvað sé framundan. Fljótt á litið
ætti allt að ganga vel. Ég er á fjórða
námsári í Líkamsræktarstofnuninni
og kennarar mínir telja að ég sé þegar
orðinn vel fær í ensku. En ennþá er ég
ekkert hrifinn af því að gerast túlkur,
og ég er ekki heldur viss um að ég
vilji gerast þjálfari. Ég sé fyrir mér þá
hættu að ég móti lærisveinana eftir
sjálfum mér. Það má ekki því það
væri eyðilegging á hæfileikum þeirra.
Auk þess veit ég ekki hvort ég myndi
nokkurn tíma verða eins góður þjálf-
ari og Igor Kosjkin. En ég er viss um
eitt: Líf mitt mun á einn eða annan
hátt tengjast íþróttum. ’ ’
„Hvað leggja foreldrar þínir til?”
Vladimtr Salnikov, þrefaldur
ólymþíumeistari, á öll þrjú heims-
metin í frjálsri aðferð í sundi eftir
landskeþþmna milli Sovétríkjanna og
Austur-Þýskalands ímars sl.
spurði ég. „Þeir hugleiða hvað þú
munir gera síðar, er það ekki?”
„Auðvitað, en enn sem komið er
láta þau mig hugsa fyrir mig sjálfan.
Þau hafa alltaf haldið í skefjum til-
finningum sínum vegna árangurs
míns, þótt þeim hafi aldrei staðið á
sama um hann. Heima tölum við
meira um íþróttir en nokkurt annað
efni. En foreldrar mínir hafa aldrei
sett mér eða systur minni, Svetlönu—
hún stundar einnig íþróttir — það
mark að verða meistarar. Þau hjálpa
til að sjálfsögðu, til dæmis að krefjast