Úrval - 01.08.1982, Page 22
20
ÚRVAL
Vladimir Salnikov, ólympíumeistart
og hetmsmethafi, ásamt þjálfara
sínum, Igor Kosjkin.
þau þess af öllum sem heimsækja
okkur að þeir dveljist ekki lengur en
til kl. 10. Þá er háttatími minn. Þegar
allt kemur til alls þarf ég mikið að
æfa.”
„Frásagnir af þér fjalla mest um
sigra þína og met í sundinu. Eg geri
ráð fyrir að þú viljir ekki tala mikið
um einkalíf þitt, erekki svo?”
,,Ja, nám og sund eru nú megin-
atriði einkalífs míns. Að öllu öðru
leyti er ég alveg eiir.s og aðrir: Ég hef
gaman af að lesa, fylgist talsvert með
tónlist, fer í leikhús og í bíó, en með
hverju ári verður minni tími afgangs
til alls þessa. Núna, eftir landskeppn-
ina við Austur-Þjóðverja, höfum við
Igor Kosjkin ákveðið að ég taki mér
hvíld frá sundinu í hálfan mánuð,
kannski mánuð. Svo hefjast æfingar
fyrir næstu keppni sem er sovéska
meistaramótið í júlí. Meginviðfangs-
efnið í ár, heimsmeistaramótið í
Ekvador, kemur síðar, svo ég hef nóg
að gera.”
*