Úrval - 01.08.1982, Page 24
22
ÚRVAL
(synthesize) olíu og gas úr tveimur
þeim auðlindum sem Bandaríkin eiga
gnótt af: kolum og olíusetlögum. í
samorkuáætluninni segir að árið 1987
muni bandarísk fyrirtæki framleiða
eitt ,,quad” samorku (synfuels) á ári
og árið 1992 fjögur ,,quard”.
,,Það er engin leið að ná þessari
tímasetningu,” segir Gordon Mac
Donald, yfírmaður vísindadeildar
Mitre Corporation sem er leiðandi
rannsóknarstöð í Washington. I raun
er enginn, hvorki í Washington né í
orkuiðnaðinum, sem álítur að hægt
verði að komast nærri því marki sem
framleiðslulögin setja. — Lítum á
nokkur vandamálanna sem við er að
glíma:
Þó nokkrir fjallgarðar í Kletta-
fjöllunum eru mettaðir olíu, í þess
orðs raunverulegu merkingu, meiri
olíu en öll arabaríkin hafa yfír að
ráða. En hvernig næst hún? Búnaður
sem getur sprengt nauðsynlegt magn
af grjóti þessu og leitt út olíuna með
eins konar bræðslu myndi skapa
umfangsmesta iðnaðarsvæði í heimi.
í dag er aðeins til lítill tilrauna-
búnaður á þessu sviði. Það eru
þúsundir spurninga sem er ósvarað
um hvernig þróa eigi slíka fram-
kvæmd í alvöruvinnslu.
Það tekur minnst átta ár að
byggja venjulega verksmiðju sem
framleiðir olíu úr setlögum Kletta-
fjallanna. Raunar hefur ríkistjórnin
★ ,,Quad” er dregið af orðinu ..quadrillion”
en það þýðir milljón milljarða. Árið 1979 var
heildarorkuneysla Bandaríkjanna 79 ,,quads”.
(bandaríska) ekki undirritað neinn
samning um byggingu slíkrar verk-
smiðju; hún hefur rétt nýlega lagt
fram hundruð milljóna dollara til
þess að gera „rannsóknir á
möguleikunum ’ ’. Jafnvel þegar fyrsta
verksmiðjan hefur verið reist mun
hún aðeins framleiða 50 þúsund
tunnur af olíu á dag. Þetta þýðir að
tíu slíkar verksmiðjur þarf til þess að
ná 1987-markinu — að framleiða eitt
,,quad” á ári — og sægur
rannsóknarskýrsla sýnir að bygging-
arkostnaður fyrir framleiðslu þessa
fyrsta ,,quads” nemur einum þriðja
þess fjár sem nú er eytt til iðnaðar-
uppbyggingar hjá þjóðinni.
Bygging verksmiðju er þó aðeins
hluti af áætluninni. Það þarf
stíflugarða til að veita vatni og
leiðslur til að flytja olíuna til
hreinsunarstöðvanna. Það verður að
kosta milljörðum dollara til þess að
endurbæta járnbrautir sem í dag
annast kolaflutninga, þa" þarf einnig
nýja þjóðvegi, þorp og bæi fyrir um
200 þúsund manns sem flytja þarf til
aðseturs á víð og dreif um Kletta-
fjöllin svo að vinnsla geti hafist.
Hvaða áhrif mun þetta hafa á um-
hverfi staðarins? Rannsókn, sem
bandaríska þingið lét ráðgefanda í
orkuþróun gera, sýnir að það er
útilokað að framleiða svo mikið sem
eitt ,,quad” af olíu án þess að
sniðganga stórlega þau lög sem sett
hafa verið um varnir gegn loft-
mengun á þessu svæði.
Enginn veit hve margir kílómetrar.