Úrval - 01.08.1982, Side 25
LEITINAÐ ORKUNNI
23
gilja fyllast af einskisnýtu grjóti við
þessa framkvæmd eða hvort
möguiegt sé að jurtagróður endurnýi
sig þarna. Geysilegt vatnsmagn þarf
til svona setlagavinnslu og hvar þess
vatns á að afla í hinu vatnsrýra
umhverfi er mikill leyndardómur.
Er ekki til fljótvirkari og öruggari
leið til þess að öðlast olíuöryggi?
Vissulega er hún til. Sérhver meiri-
háttar orkuáætlun síðastliðinna
þriggja ára hefur lagt áherslu á að
auka notagildi bifreiða, húsa, skrif-
stofuhúsnæðis og verksmiðja með
meiru.
Eigum við að útiloka samorku-
áætlunina (synfuels)? Þeir vantrúuðu
segja að draga eigi úr henni ekki hæna
við hana. Samorkan getur ekki leyst
þá tímabundnu kreppu sem nú
hefur skapast fyrir tilstilli olíu frá
arabalöndunum en hún getur orðið
lausn sem langtímam-ixkm\b, samfara
þverrandi gas- og olíuuppsprettum.
,,Það sem við þörfnumst á sviði
samorkuáætlana er ekki fleiri
„quads” heldur þekking,” segir
John Gibbons, forstjóri OTA
(ráðgefandi stofnun Bandaríkja-
stjórnar um orkumál). — ,,Við
eigum að fikra okkur áleiðis frá
tilraunaverksmiðjum upp í fáar en
fullkomnar vinnsiuverksmiðjur með
það fyrir augum að öðlast
nauðsynlega þekkingu á rekstri og
kostnaði.
Þegar við höfum markað fyrir
meiriháttar framleiðslu á samorku
munum við einnig vita hvernig á að
byggja verksmiðjur með
skipulagningu og forsjálni en ekki
með því óðagoti sem nú hefur gripið
um sig meðal þjóðarinnar.
HVAR, og þá HVENÆR, ætlum
við að snúa okkur að því að leysa orku
framtíðarinnar úr læðingi?
Staðreyndin er sú að það er úr
nokkrum lausnum að velja. Þær
vænlegustu eru háðar aðferðum sem
enn hafa ekki verið fullkomnaðar.
Þegar þar að kemur (og sumar þessara
lausna eru í sjónmáli) mun verða
hægi að framleiða orku sem er hrein,
tiltölulega ódýr en umfram alh óháð
takmörkunum.
En þetta er að vísu á endamörkum
orkuregnbogans, ef svo má að orði
komast, því til þess að ná þangað
munum við þurfa að byggja á
venjulegum tegundum orku enn um
stund. — Við skulum líta á þessa
„framtíðarorku” fyrst.
Orkubýli
Þegar sólin hitar
yfirborð jarðar
lyftist heita loftið
og nýtt loft sog-
ast niður í stað-
inn. Afleiðingin
er vindurinn. Við
35 kílómetra
hraða á klukku-
,stund nægir
vindorka á eins
fermetra svæði til
þess að lýsa upp
fimm 100 vatta ljósaperur.