Úrval - 01.08.1982, Qupperneq 32

Úrval - 01.08.1982, Qupperneq 32
30 in er hvaða samsetning orkugjafa hentar best miðað við málamiðlanir, hagkvæmni og umhverfissjónarmið. Árið 1954 sagði Lewis Strauss, for- maður bandarísku kjarnorkunefndar- innar, að kjarnaofnarnir ættu eftir að veita okkur þvílíka gnægð orku að rafmagnið yrði „ódýrara en svo að það borgaði sig að mæla það”. Verslunarráð kjarnorkuiðnaðarins viðurkennir að mörgum opinberum embættismönnum hefði þótt þetta óraunsætt. En þeir opinberuðu ekki skoðanir sínar almenningi og því gat Strauss fullvissað stjórnvöld um ágæti kjarnorkunnar sem orkugjafa fram- tíðarinnar — að viðhöfðum nauðsyn- legum öryggisráðstöfunum. Rann- sóknir á nýtingu kjarnorkunnar hóf- ust því af fullum krafti. Vandamálin tóku að láta á sér kræla áratug síðar. En þá hafði of miklu fé verið varið í undirbúninginn til þess að unnt væri að hætta. Af því að stjórnvöld trúðu að kjarnorkan- væri eina orkulind framtíðarinnar varð hún það. Hefði verið unnt að þróa aðrar orkulindir? Sólarrafhlaðan var fundin upp sama ár og Strauss spáði um ork- una sem ekki , ,tæki því að mæla”. — Ef stjórnvöld hefðu veitt hluta af rannsóknarfé kjarnorkunnar til sólar- rafhlaðnanna ættu Bandaríkin nú sól- arorkuver sem vandalaust væri að auka við og væru óháð þeim efna- hags- og umhverfisvandamálum sem ÚRVAL nú liggja þungt á kjarnorkuiðnaðin- um. Samlíking atburðarásarinnar til þessa og núverandi samorku — (synfuels) — ráðagerða er sláandi. Nú er verið að byggja upp iðnað þar sem hagkvæmni og aðferðir eru ekki að fullu þekktar og umhverfisáhrif gætu orðið allvíðtæk. Á meðan við aðlögumst þessu öllu leyfum við sparnaði og sólarorku- tækni að þróast í rólegheitum, jafnvel þótt þessir þættir gefi jafnhagstæð fyrirheit og feli í sér minni áhættu á sviði umhverfismála. — Með öðrum orðum, við vegum salt á brún at- burðarásar sem virðist hvað mest ráð- ast sjálfkrafa. Til allrar hamingju er ekki of seint að snúa við. Samorkuáætiunin (synfuels) er ekki enn orðin svo stór í sniðum að hún sé ómótstæðilegt hreyfiafl. Aðeins 20 af áætluðum 88 milljörðum dollara hafa verið sam- þykktir — og einungis hluta þeirra hefur verið eytt enn sem komið er. Það eru ennþá möguleikar að móta orkustefnu sem er fullkomlega í jafn- vægi, bæði gagnvart skammvinnri kreppu og langvarandi vandamáli. Grundvallarspurningin er ekki um það hvort við eigum eldsneytið sem getur keppt við orkuvandamálin. Hún er um það hvort stjórnmálavald- ið hefur þá framsýni til að bera að nota þær tegundir eldsneytis sem við höfum yfir að ráða á þann hátt sem viturlegasturer.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.