Úrval - 01.08.1982, Side 34

Úrval - 01.08.1982, Side 34
32 ÚRVAL ur lýðveldissinna hafði komið upp götuvígi. Það var að koma nótt þegar ung stúlka með blys í hendi stökk yfir virkið og hrópaði „Sækjum fram!” Hermenn Bonapartes hófu skothríð og stúlkan féll til jarðar. Bartholdi var þrumu lostinn. Upp frá þessu var þessi óþekkta stúlka með blysið hon- um tákn frelsisins. Listamaðurinn hafði fengið áhuga á risastyttum þegar hann var á ferða- lagi um Egyptaland og þar fyllti hann hverja teikniblokkina af annarri með teikningum af tröllauknum listaverkum hins forna heimsveldis. „Ég er stórhrifmn/’skrifaði hann,„af þessum stórbrotnu granítskepnum sem horfa góðlátlegu, skeytingarlausu augnaráði, næstum fyrirlitningar- fullu, á allt sem í kringum þær er. ” Hugmyndina að sínu eigin meist- arastykki fékk hann árið 1865 þegar hann hitti Edouard de Labouiaye, frægan franskan lýðveldissinna og mikinn aðdáanda Bandaríkjanna og lýðræðisins þar. Laboulaye hafði stungið upp á því að Frakkar færðu Bandaríkjunum að gjöf eitthvað sér- stakt og um leið táknrænt þegar hald- ið yrði upp á hundrað ára sjálfstæði Bandaríkjanna árið 1876. Hug- myndaflug Bartholdi lét ekki á sér standa og hann stakk upp á styttu sem væri tákn frelsisins og bauð fram hæfileika sína sem myndhöggvari. Hann þurfti ekki að leita lengi að fyrirmynd. í brúðkaupi hitti hann Jeanne-Emilie Baheux de Puysieux „undurfagra, dökkhærða stúlku með gyðjuvöxt”. Bartholdi fékk Jeanne- Emilie, sem síðar varð eiginkona hans, til þess að sitja fyrir þegar hann gerði myndina af „Liberty Lighting the World” en svo heitir styttan á ensku. Andlit Frelsisstyttunnar líkist þó meira annarri konu, móður Bart- holdis. Frumteikningarnar að styttunni voru fullgerðar 1869 en stríðið milli Frakka og Þjóðverja 1870 varð til þess að myndhöggvarinn varð að fresta þessu mikla verki, enda skipti hann þá um sinn á meitlinum og sverði. Þegar stríðinu lauk með ósigri sneri Bartholdi aftur heim, enn ákafari en fyrr, og stefndi nú að þvl að gera draum sinn um Frelsisstyttuna að veruleika. Hann langaði mikið að sjá þetta fyrirmyndarlýðveldi með eigin aug- um og sigldi því af stað til Bandaríkj- anna í júní 1871. Er skipið sigldi inn í New York-höfn í dagrenningu sá hann Bedloe-eyju fyrir sér sem fram- tíðarstað fyrir styttuna. „Hér ætti að reisa styttuna mína,” skrifaði hann í minnisbók sína, „hér sem menn verða fyrir fyrstu áhrifum nýja heims- ins og þar sem frelsið varpar ljóma sínum í báðar áttir, til gamla heimsins og þess nýja. ’ ’ Eftir rúmlega þriggja mánaða ferðalag um Bandaríkin, þar sem Bartholdi reyndi að afla verkefni sínu stuðnings, sneri hann aftur til Parísar ákafur í að hefjast handa fyrir alvöru. Enn átti þó eftir að leysa fjárhags- vandann sem fylgdi verkinu. I janúar
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.