Úrval - 01.08.1982, Side 36

Úrval - 01.08.1982, Side 36
34 ÚRVAL 1875 stofnaði Laboulaye Franco- American Union sem átti að afla fjár til verksins; styttan átti að vera gjöf til Bandaríkjanna og ætlunin var að fá Bandaríkjamenn sjálfa til þess eins að leggja til stöpulinn undir styttuna. „Minnismerkið skyldi verða sameig- inlegt verk tveggja þjóða sem tengd- ust hér í bróðurlegu verkefni eins og þær höfðu eitt sinn áður gert I barátt- unni fyrir sjálfstæði,” sagði í boð- skapnum sem Franco-American Union sendi frá sér. Bartholdi beið ekki eftir því hvað hefðist upp úr fjársöfnuninni heldur kom sér upp vinnustofu í heljarstór- um sal. Efnið sem hann hafði til þess að vinna úr var ýmsum takmörkunum háð, þar sem hann hafði hugsað sér að Frelsisstyttan gnæfði hátt án þess að hún nyti nokkurs stuðnings utan frá sem skyggði á fegurð hennar. Steinn, járn eða brons voru allt of þung efni svo að Bartholdi ákvað að lokum að búa þessa risastóru styttu til úr hömruðum koparþynnum sem festar væru saman með hnoðnöglum. En hvernig gat þessi holi risi staðið af sér veður og vinda hafsins? Verkfræðingurinn Gustav Eiffel leysti þann vanda en hann átti sjálfur eftir að reisa sér ódauðlegan minnis- varða, Eiffelturninn. Eiffel teiknaði járngrind sem sett var saman úr járn- stögum er stóðu á fjórum uppistöð- sem voru festar niður í tæp- lega 8 metra háan fótstall. Þessi járn- bönd, sem hvert um sig var 15 cm þykkt, skyldi bolta á aðalgrindina sjálfa og utan á hana átti svo að festa kopar-,,skinn” ' styttunnar, kop- arþynnur sem festar voru ein og ein 1 senn utan á , ,beinagrindina’ ’. Um miðbik árs 1875 varstyttan far- in að fá á sig einhverja mynd. Fyrst var gert líkan úr steini og gifsi af hverjum hluta fyrir sig og síðan var það búið til úr viði. Verkamennirnir lögðu að því búnu tveggja millímetra þykkar koparplötur ofan á viðarlíkön- in og börðu þær af mikilli eljusemi þar til þær höfðu fengið á sig rétta lögun. I nóvember 1875 efndi Franco- American Union til veislu í París. Þangað komu forseti Frakklands og bandaríski ambassadorinn. Líkani af styttunni var komið fyrir í veislusaln- um. Upp frá þessu byrjuðu peninga- pyngjur Frakka að opnast. Banda- ríkjamenn voru lengur að taka við sér og fá áhuga á verkinu. Bartholdi vildi að Frelsisstyttan yrði sameigin- legt verk beggja þjóðanna og hélt aft- ur til Bandaríkjanna árið 1876, nú sem fulltrúi Frakka á aldarafmælis- sýningunni sem haldin var í Philadelphiu. Hann hafði með sér þann hand- legg styttunnar sem hélt á kyndlinum og ætlaði að ná athygli Bandaríkja- manna með því að sýna hann. Gest- irnir urðu hálfóttaslegnir. Vísifíngur- inn einn var um 2 metrar og 40 cm á lengd og 90 cm í ummál. Nöglin var næstum 25 cm breið. Tólf menn gátu staðið á brúninni umhverfis kyndil- inn.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.